Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

22.03.2018 - 22.03.2018

Ársþing ÍS 2018

Ársþing Íþróttabandalags Suðurnesja verður...
23.03.2018 - 24.03.2018

Ársþing FRÍ 2018

Ársþing Frjálsíþróttasambands Íslands verður...
21

21.03.2018

Heiðranir á ársþingi BLÍ

Á ársþingi Blaksambands Íslands (BLÍ) sem fram fór 4. mars sl. var Stefán Jóhannsson varaformaður BLÍ sæmdur Gullmerki ÍSÍ fyrir góð störf í þágu blakíþróttarinnar.
Nánar ...
19.03.2018

Hádegisfundur - Af hverju íþróttamælingar?

Föstudaginn 23. mars kl: 12:10 mun Sveinn Þorgeirsson aðjúnkt við Háskólann í Reykjavík fara yfir samstarf íþróttafræðisviðs HR og nokkurra sérsambanda innan ÍSÍ. Af hverju að framkvæma mælingar? Hverju eiga þær að skila? Hvað á að gera við gögnin? Hvernig fer samstarf háskóla og landsliðsþjálfara fram?
Nánar ...
19.03.2018

Hilmar í 13. sæti í svigkeppninni

Hilmar Snær Örvarsson keppti í svigi á Vetrar-Paralympics í PyeongChang sl. laugardag, 17. mars. Hilmar hafnaði í 13. sæti af þeim 23 keppendum sem náðu að ljúka keppni. Hilmar lauk því keppni í 20. sæti í stórsviginu og 13. sæti í svigkeppninni og ljóst er að hann er að bæta punktastöðu sína á heimslistanum umtalsvert.
Nánar ...
19.03.2018

Nýr formaður kjörinn hjá LSÍ

​44. Ársþing Lyftingasambands Íslands var haldið þann 17. mars 2018 í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Formaður setti þingið og bauð þingfulltrúa velkomna, en þingfulltrúar voru alls 12 frá sjö aðildarfélögum LSÍ. Ásgeir Bjarnaon, formaður LSÍ, flutti skýrslu stjórnar og svo reikninga þess í fjarveru gjaldkera. Fram kom að hann muni ekki gefa kost á sér til endurkjörs sem formaður, en gefur kost á sér til stjórnarsetu. Fyrir þinginu lá ein lagabreytingartillaga svo og tvær tillögur um breytingar á móta- og keppnisreglum, sem starfað hefur verið eftir síðasta keppnistímabil eftir samþykki stjórnar. Allar tillögur voru samþykktar einróma.
Nánar ...
15.03.2018

Ársþing USVH 2018

USVH hélt ársþing sitt á Laugarbakka miðvikudaginn 14. mars síðastliðinn. Alls voru 30 þingfulltrúar mættir til þings af 34 mögulegum. Þingforseti var Júlíus Guðni Antonsson og stýrði hann þinginu af mikilli röggsemi eins og oft áður. Fjölmargar tillögur lágu fyrir þinginu og má þar nefna tillögu um nýja stefnu USVH í fjölmörgum málaflokkum. Stefnan er hluti af vinnu sambandsins í átt að því að fá viðurkenningu frá ÍSÍ sem fyrirmyndarhérað. Tillaga um umsókn USVH til ÍSÍ þessa efnis var samþykkt samhljóða á þinginu. Reimar Marteinsson var endurkjörinn formaður sambandsins. Þórey Edda Elísdóttir stjórnarmaður í USVH og jafnframt úr framkvæmdastjórn ÍSÍ kynnti niðurstöður könnunar sem lögð var fyrir íbúa sveitarfélagsins hvað varðar þörf á byggingu nýrra íþróttamannvirkja. Niðurstöður voru athyglisverðar og voru ræddar í þingsal. Fulltrúar ÍSÍ á þinginu voru þau Þórey Edda Elísdóttir og Viðar Sigurjónsson skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri.
Nánar ...
14.03.2018

Hilmar hafnaði í 20. sæti í stórsvigi

Hilmar Snær Örvarsson hefur lokið sinni fyrstu grein á Vetrar-Paralympics í Suður-Kóreu en hann varð á íslenskum tíma í nótt í 20. sæti í stórsvigi í standandi flokki. Hilmar bætti sig um tæpa sekúndu á milli ferða, var í 26. sæti eftir fyrri ferðina og klifraði upp í 20. sæti eftir þá síðari. Glæsileg frammistaða hjá þessum 17 ára skíðamanni frá Víkingi.
Nánar ...
14.03.2018

Skemmtilegar myndir á myndasíðu ÍSÍ

Á myndasíðu ÍSÍ má finna myndir frá hinum ýmsu viðburðum. Unnið er að því að koma myndasafni ÍSÍ inn á myndasíðuna. Til gamans má geta þess að nú hafa verið settar inn eldri myndir á síðuna sem tengjast Ólympíuleikum, Sjóvá Kvennahlaupi ÍSÍ og ýmsar skemmtilegar myndir má sjá frá sambandsaðilum ÍSÍ.
Nánar ...
13.03.2018

Norðlenskar verðlaunaafhendingar í Lífshlaupinu 2018

Norðlenskir þátttakendur stóðu sig með prýði í Lífshlaupinu 2018 enda öflugt afreksfólk við Eyjafjörðinn og í innsveitum. Því miður átti enginn þeirra heimangengt til að mæta á verðlaunaafhendingu Lífshlaupsins sem fram fór þann 23 febrúar sl. ÍSÍ býr hins vegar svo vel að eiga frábæra fulltrúa á Akureyri, en Viðar Sigurjónsson skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri og Ingi Þór Ágústsson úr framkvæmdastjórn ÍSÍ tóku sig til og veittu verðlaunahöfum viðurkenningar nýlega.
Nánar ...
13.03.2018

Keppni hefst hjá Hilmari Snæ á morgun

Á morgun 14. mars (laust eftir miðnætti í dag að íslenskum tíma kl. 00:25) hefst keppni hjá Hilmari Snæ Örvarssyni á Vetrar-Paralympics í PyeongChang í Kóreu. Vegna aðstæðna hefur mótsstjórn ákveðið að snúa við dagskránni í alpagreinum en upphaflega stóð til að Hilmar myndi keppa í svigi 14. mars en nú keppir hann í stórsvigi fyrst (14. mars) og síðan í svigi þann 17. mars.
Nánar ...