Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
6

Íþróttir fyrir alla

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands er aðili að EFCS (European Federation for Company Sport) ásamt 24 öðrum þjóðum í Evrópu. Það helsta sem EFCS stendur fyrir eru ýmsir viðburðir eins og t.d. sumar- og vetrarleikar vinnustaða. Á vefsíðu EFCS eru ýmsar upplýsingar um aðildarlönd og sumar- og vetrarleika vinnustaða ásamt markmiðum stofnunarinnar.

ÍSÍ er í samstarfi við önnur íþróttasambönd sem sinna íþróttum á vinnustöðum á Norðurlöndum. Á flestum Norðurlöndum eru sér sambönd/félagasamtök sem sinna þessum málaflokki. Löng hefð er fyrir vinnustaðaleikum á Norðurlöndum, þar sem vinnustaðir keppa sín á milli í hinum ýmsu íþróttagreinum.

Hér má sjá tengla á vefsíður þessarra sambanda:

Bedrifsidretten í Noregi.

Dansk Firmaidrætts Forbund í Danmörku.

Korpen í Svíþjóð.

Á Íslandi eru verkefnin Hjólað í vinnuna og Lífshlaupið hluti af íþróttum á vinnustöðum.

TAFISA

The Association For International Sport for All (TAFISA) var stofnað árið 1960 í Þýskalandi undir nafninu Trim and Fitness. Árið 2009 var nafninu breytt í The Association For International Sport for All. TAFISA Europe var stofna árið 2011 fyrir aðildarsambönd í Evrópu.

Markmiðið er að vinna að íþróttum fyrir alla og er TAFISA leiðandi í því sambandi á alþjóðlegum vettvangi. TAFISA er með skrifstofu í Frankfurt í Þýskalandi.

Á vefsíðu TAFISA má finna upplýsingar um verkefni, námskeið, leika og ráðstefnur sem TAFISA stendur fyrir.