Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
6

Skúli Óskarsson

Skúli Margeir Óskarsson, kraftlyftingamaður, var útnefndur í Heiðurshöll ÍSÍ á Íþróttamanni ársins þann 28. desember árið 2017.

Skúli fæddist 3. september árið 1948. Hann hóf að æfa lyft­ingar seint á sjö­unda ára­tugnum. Hann keppti í sínu fyrsta  mót­i árið 1970 og setti næstu árin hvert Íslands­metið á fætur öðru. Skúli keppti einnig á alþjóð­legum lyft­inga­mótum og náði silfri í létt­vigt­ar­flokki á heims­meist­ara­mót­inu árið 1978 í Turku í Finn­landi. Það ár var hann kjörinn Íþrótta­maður árs­ins, fyrstur allra lyft­inga­manna. Árið 1980 setti hann heims­met í rétt­stöðu­lyftu þeg­ar hann lyfti 315,15 kg í 75 kg flokki. Það ár var hann kjör­inn Íþróttamaður árs­ins í annað skipti. Skúli vann að auki tvö brons­verð­laun á HM, þrjá Norð­ur­landa­meist­aratitla og fjöl­marga titla inn­an­lands.

Það er ÍSÍ mikill heiður að útnefna Skúla Óskarsson í Heiðurshöll ÍSÍ.

Myndasíða ÍSÍ - Skúli Óskarsson.