Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
27.07.2024 - 13.08.2024

Keppni í 100 m...

Anton Sveinn McKee keppir í 100 m bringusundi...
22

Hefur þitt félag áhuga á að sækja um gæðavottunina Fyrirmyndarfélag ÍSÍ?

Hér er að finna upplýsingar sem máli skipta fyrir félög/deildir varðandi viðurkenningu ÍSÍ sem Fyrirmyndarfélag/-deild.

 

  • Gátlisti yfir þau atriði sem Fyrirmyndarfélög þurfa að uppfylla til að geta sótt um viðurkenningu: Gátlisti með greinargerð
  • Félag þarf að vinna handbók, með hliðsjón af ofangreindum gátlista, og nýtir til þess leiðbeinandi gögn frá ÍSÍ: Gerð og útlit handbóka - leiðbeiningar félags og deilda.
  • Þegar félag hefur uppfyllt þau atriði sem koma fram í gátlista ÍSÍ þá sendir félagið formlega umsókn um viðurkenninguna til ÍSÍ ásamt fylgigögnum, undirritaðri af forsvarsmanni félagsins og ósk um dagsetningu afhendingar.

Kynningarmyndband varðandi verkefnið.

 

Athugið að félag getur hvenær sem er í ferlinu sent hluta gagna til yfirlesturs hjá ÍSÍ eða borið undir ÍSÍ mál sem þarfnast umræðu eða yfirferðar.

Umsjón með Fyrirmyndarverkefnum ÍSÍ hefur Viðar Sigurjónsson, sérfræðingur á Stjórnsýslusviði ÍSÍ. Netfang vidar@isi.is, sími 514 4000 /863 1399.

 

Viðbótarupplýsingar um ferlið

Umsókn félagsins og fylgigögn eru lesin yfir á Stjórnsýslusviði ÍSÍ og ef skilyrði eru uppfyllt þá fer umsóknin til afgreiðslu hjá framkvæmdastjórn ÍSÍ.

Gott er að tengja afhendingu viðurkenningar við viðburði á vegum félagsins til að auka sýnileika og koma á framfæri þessu mikilvæga skrefi sem félagið hefur tekið. Góður fyrirvari eykur líkur á því að hægt verði að verða við óskum félagsins.

Við afhendingu fær félagið innrammaða viðurkenningu ásamt fána Fyrirmyndarfélaga. Auk þess fær félagið merki verkefnisins sent á stafrænu formi til notkunar í starfi félagsins, s.s. á heimasíðu, á bréfsefni og í auglýsingum.

Að lokinni afhendingu þá eru nokkur atriði sem ÍSÍ leggur áherslu á og lúta að sýnileika og upplýsingagjöf, ásamt heimildum varðandi merki verkefnisins og fána, sjá nánar hér:

Eftir viðtöku viðurkenningar - leiðbeiningar félaga og deilda.

Það er mikilvægt að allir sem starfa innan félagsins, sem og iðkendur/félagsmenn, sjálfboðaliðar og forsjáraðilar séu meðvitaðir um viðurkenninguna og hvað í henni felst. Með viðurkenningunni er verið að senda skilaboð út í samfélagið um að félagið starfi af fagmennsku og að innan félagsins séu ferlar og stefnur til að styðjast við og fylgja í starfinu.

Viðurkenningin gildir til fjögurra ára í senn en félagið skal engu að síður senda inn árlega til ÍSÍ uppfærða handbók og eftir atvikum fylgigögn til yfirferðar og samþykktar. Huga þarf að umsókn um endurnýjun viðurkenningarinnar í tíma til ÍSÍ svo að samfella náist í gildistíma viðurkenningarinnar.

Ef viðurkenning fellur úr gildi þá þarf félagið umsvifalaust að fjarlægja merki Fyrirmyndarfélaga af sínum miðlum og gæta að því að fáni og merki séu ekki nýttir áfram í starfi félagsins þar til umsókn um viðurkenninguna hefur verið samþykkt að nýju.