Beint á efnisyfirlit síðunnar

2014 Nanjing

Fréttir

 • 25.08.2014 10:22

  Nanjing 2014 - Knattspyrna drengja

  Í gær lék U-15 landsliða drengja í undanúrslitum á Ólympíuleikum ungmenna í Nanjing í Kína. Leikið var á móti ríkjandi Asíumeisturum í þessum aldursflokki, liði Suður-Kóreu og var ljóst að erfiðan leik yrði að ræða. Lið Suður-Kóreu er mjög vel skipulagt og þar eru einstaklingar sem búa yfir góðri tækni og miklum hraða.
  Sjá nánar
  22.08.2014 11:00

  Ísland leikur við Suður Kóreu þann 24. ágúst

  Leikur Perú og Hondúras í gær þann 21. ágúst, endaði 3:1 fyrir Perú. Þá eru úrslitin í riðlinum sú að Perú er í fyrsta sæti, Ísland í öðru sæti og Hondúras í þriðja sæti. Í hinum riðlinum voru Cape Verde, Suður Kórea og Vanuatu. Suður Kórea vann riðilinn, Cape Verde var í öðru sæti og Vanuatu í þriðja sæti.
  Sjá nánar
  22.08.2014 10:09

  Sunneva synti 400m. skriðsund í dag

  Sunneva Dögg Friðriksdóttir synti í annað sinn á Ólympíuleikum ungmenna í dag. Hún keppti þá í 400m. skriðsundi og var á tímanum 4:32.75, eða 6.61sek. á eftir sigurvegaranum í riðlinum, Daniella van den Berg frá Aruba. Sunneva endaði þriðja í sínum riðli af sex sundmönnum.
  Sjá nánar
  22.08.2014 10:03

  Kristinn Þórarinsson synti á 2:07.53 í morgun

  Kristinn Þórarinsson synti 200m. baksundið á 2:07.53 í morgun. Hann var áttundi í sínum riðli, af átta sundmönnum, og 6.79sek. á eftir sigurvegaranum í riðlinum, Rússanum Evgeny Rylov. Kínverjinn Li Guangyuan vann 200m. baksundið í úrslitum á tímanum 1:56.94.
  Sjá nánar
  21.08.2014 09:59

  Leikur Hondúras og Perú í knattspyrnu

  Leikur Hondúras og Perú í riðli Ísland, hefst kl.10 á íslenskum tíma. Íslenska drengjalandsliðið þarf að bíða eftir úrslitum úr þeim leik til þess að vita hvort þeir komist í undanúrslit eða keppi um önnur sæti.
  Sjá nánar
  18.08.2014 15:15

  Kristinn fimmti í sínum riðli

  Kristinn Þórarinsson synti í annað sinn á Ólympíuleikum ungmenna í dag. Hann keppti þá í 200m. fjórsundi og var á tímanum 2:06.90, eða 2.59sek. á eftir sigurvegaranum í riðlinum, Austuríkismanninum Sebastian Steffan
  Sjá nánar
  14.08.2014 08:44

  Nanjing 2014 - Sunneva Dögg verður fánaberi

  Ólympíuleikar ungmenna verða settir að kvöldi laugardagsins 16. ágúst nk. og fer setningarhátíðin fram á glæsilegum leikvangi sem einnig mun hýsa keppni í frjálsíþróttum á leikunum. Tekur völlurinn 26.000 manns í sæti. Fánaberi Íslands verður Sunneva Dögg Friðriksdóttir, keppandi í sundi.
  Sjá nánar
  17.05.2014 17:59

  Nanjing 2014 - Rafræna kyndilhlaupið á Íslandi

  Í tilefni af Ólympíuleikum ungmenna var ólympíueldurinn tendraður við hátíðlega athöfn þann 30. apríl í Aþenu í Grikklandi. Á sama tíma kom út nýtt smáforrit fyrir tölvur og síma sem kallast Rafræna kyndilhlaupið. Í leiknum geta kyndilberar farið um 204 lönd og svæði sem taka þátt í leikunum í ágúst á 98 dögum. Hugmyndin er sú að veita ungmennum út um allan heim það tækifæri að vera kyndilberar, að þau hjálpist að við að fara með eldinn í kringum heiminn og aftur til Nanjing og breiði þannig út boðskap ólympíuandans.
  Sjá nánar
  22.03.2014 11:55

  Ólympíuleikar ungmenna - Nanjing 2014

  Í ágúst fara fram Ólympíuleikar ungmenna í borginni Nanjing í Kína. Ísland mun að þessu sinni eiga fulltrúa í hópi ungra sendiherra á leikunum, eða Young Ambassador og eru það 120 lönd sem fá að tilnefna slíkan aðila. Fulltrúi Íslands verður Bjarki Benediktsson en hann hefur m.a. komið að þjálfun í knattspyrnu og stundar nú nám í Háskólanum í Reykjavík.
  Sjá nánar

   Á döfinni

   09.02.2018 - 25.02.2018

   PyeongChang 2018

   Vetrarólympíuleikarnir árið 2018 fara fram...
   10.02.2018 - 10.02.2018

   Ársþing KSÍ

   Ársþing Knattspyrnusambands Íslands verður...
   10.03.2018 - 10.03.2018

   Ársþing HSK 2018

   Ársþing Héraðssambandsins Skarphéðins verður...
   20