Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

18

Lífshlaupið

Vefsíða Lífshlaupsins er lifshlaupid.is 

Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra aldurshópa og allra landsmanna.

Á vefsíðu Lífshlaupsins er að finna upplýsingar um fyrirkomulag og reglur keppninnar ásamt öðrum fróðleik.

Lífshlaupið stendur fyrir:

  • Grunnskólakeppni fyrir 15 ára og yngri, tvær vikur í febrúar.
  • Framhaldsskólakeppni, fyrir 16 ára og eldri, tvær vikur í febrúar.
  • Vinnustaðakeppni, þrjár vikur í febrúar.
  • Einstaklingskeppni, þar sem allir geta tekið þátt og skráð niður sína daglegu hreyfingu allt árið.

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hvetur alla til þess að huga að sinni daglegu hreyfingu og auka hana eins og kostur er, þ.e. í frítíma, heimilisverkum, vinnu, skóla og við val á ferðamáta. Börnum og unglingum er ráðlagt að hreyfa sig í a.m.k. 60 mínútur á dag og fullorðnum í a.m.k. 30 mínútur á dag.

Myndir frá Lífshlaupinu má sjá á myndasíðu ÍSÍ hér.