Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

15.05.2021 - 15.05.2021

Ársþing ÍBH 2020

Ársþing Íþróttabandalags Hafnarfjarðar verður...
23.07.2021 - 08.08.2021

Tókýó 2020

Ólympíuleikunum í Tókýó 2020 hefur verið...
5

17.12.2019

Már Gunnarsson sundmaður tekur við Instagrami ÍSÍ

Már Gunnarsson sundmaður tekur við Instagrami ÍSÍMár Gunnarsson, sundmaður og tónlistarmaður, ætlar að leyfa fólkinu í landinu að fá innsýn í sitt líf á Þorláksmessu, mánudaginn 23. desember nk. Már mun taka yfir Instagram síðu ÍSÍ @isiiceland og taka upp sinn dag á Instagram Story.
Nánar ...
13.12.2019

Fulltrúar Íslands í Lausanne 2020

Fulltrúar Íslands í Lausanne 2020Á fundi Framkvæmdastjórnar ÍSÍ þann 12. desember voru tilnefningar SKÍ á þátttakendum á Vetrarólympíuleika ungmenna samþykktar. Við valið er farið eftir stigalista Alþjóða skíðasambandsins.
Nánar ...
13.12.2019

Már og Bergrún íþróttafólk ÍF

Már og Bergrún íþróttafólk ÍFÍ gær fór fram hóf Íþróttasambands fatlaðra (ÍF) á Radisson Blu Hóteli Sögu þar sem kjöri á íþróttafólki ársins 2019 úr röðum fatlaðra var lýst. Már Gunnarsson sundmaður og frjálsíþróttakonan Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir voru útnefnd íþróttamaður og íþróttakona ÍF fyrir árið 2019. Þetta er annað árið í röð sem Bergrún verður íþróttakona ársins en í fyrsta sinn sem Már hlýtur nafnbótina. Á hófinu hlaut Ásta Katrín Helgadóttir Hvataverðlaun ÍF 2019.
Nánar ...
11.12.2019

Ferðasjóður íþróttafélaga

Ferðasjóður íþróttafélagaÍSÍ vill minna íþrótta- og ungmennafélög á að opið er fyrir umsóknir um styrki úr í Ferðasjóði íþróttafélaga fyrir keppnisferðir ársins 2019 á fyrirfram skilgreind styrkhæf mót.
Nánar ...
10.12.2019

Markviss hreyfiþjálfun barna

Markviss hreyfiþjálfun barna​Í nýjasta blaði ÍSÍ frétta er umfjöllun um eitt af þeim verkefnum sem á ​hug Önnu Karólínu Vilhjálmsdóttur allan og kallast YAP (Young Athlete Program). Anna Lína, eins og hún er alltaf kölluð, er menntaður íþróttakennari frá Laugarvatni og B.ED frá KHÍ auk framhaldsmenntunar við DHL/KU og MPM við HÍ. Hún hefur starfað hjá Íþróttasambandi fatlaðra (ÍF) í að verða 30 ár sem framkvæmdastjóri Special Olympics á Íslandi og þróunarsviðs ÍF. Hún hefur í sínu starfi stutt við og eflt íþróttaiðkun fatlaðra, m.a. komið af stað nýjum hugmyndum og þróað nýjar greinar og búnað. Þá hefur hún hugsað út fyrir rammann, leitast eftir nýjungum í tækni og hrint því í framkvæmd að enn fleiri tækifæri yrðu opnuð á íþróttasviðinu fyrir einstaklinga með fötlun eða frávik.
Nánar ...
10.12.2019

ÍSÍ fréttir - Desember 2019

ÍSÍ fréttir - Desember 2019Í dag kemur út nýtt blað af ÍSÍ fréttum. Í blaðinu má lesa umfjöllun um verkefnið YAP (Young Athletes Program) og markvissa hreyfiþjálfun barna sem Anna Karólína Vilhjálmsdóttir framkvæmdastjóri Special Olympics á Íslandi og þróunarsviðs Íþróttasambands fatlaðra hefur ferðast um landið með og kynnt á samt Ástu Katrínu Helgadóttur, íþróttakennara. Einnig má lesa um forvarnardaginn, sniðuga afmælisgjöf íþróttafélags til sérsambands, Vetrarólympíuleika ungmenna sem fara fram í janúar og aðra viðburði á vegum ÍSÍ á næstunni. Ýmislegt fleira er í blaðinu sem gaman er að skoða.
Nánar ...
10.12.2019

Ungmennafélagið Einherji 90 ára

Ungmennafélagið Einherji 90 áraUngmennafélagið Einherji hélt upp á 90 ára afmæli félagsins laugardaginn 7. desember síðastliðinn. Mikið fjölmenni sótti afmælisfagnaðinn sem haldinn var í Vopnafjarðarskóla. Félagið setti upp stóra ljósmyndasýningu af þessu tilefni þar sem saga félagsins var rakin. Auk þess gerðu þeir bræður Bjartur og Heiðar Aðalbjörnssynir magnað myndband um sögu Einherja sem frumsýnt var af þessu tilefni og vakti afar mikla lukku.
Nánar ...