Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

29

03.11.2017

Afrekssjóður ÍSÍ - sér vefsvæði

Nýtt vinnulag var tekið upp hjá Afrekssjóði ÍSÍ á árinu 2017 og mótast það af nýrri reglugerð sem sett var af Framkvæmdastjórn ÍSÍ í maí sl. og tekur mið af vinnu vinnuhóps sem hafði það hlutverk að endurskoða starfsreglur sjóðsins.  Meðal þess sem kom fram í skýrslu vinnuhópsins var að efla þyrfti sjálfstæði Afrekssjóðs ÍSÍ og gera hann sýnilegri auk þess sem að mikilvægt var talið að birta þyrfti ítarlegar upplýsingar um starfsemi sjóðsins á heimasíðu ÍSÍ.
Nánar ...
03.11.2017

Norrænn fundur um þjálfaramenntun

Norrænn fundur um þjálfaramenntunNorrænn fundur um þjálfaramenntun og þróun hennar var haldinn í Helsinki dagana 31. október og 1. nóvember sl. Viðar Sigurjónsson skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri er fulltrúi ÍSÍ í norrænni nefnd um þetta mikilvæga málefni ásamt fulltrúum Noregs, Svíþjóðar, Danmerkur og Finnlands og hefur nefndin komið saman árlega í mörg ár. Auk meðlima nefndarinnar sátu hluta fundarins 25 aðrir aðilar sem komu ýmist frá finnsku Ólympíunefndinni eða hinum ýmsu sérsamböndum. Fundurinn var góður í alla staði og margt athyglisvert til umræðu og skoðunar hvað varðar þróun og ágæti menntunar íþróttaþjálfara. Gæði í íþróttaþjálfun, rannsóknir, gildi, þróun, menntakerfi og námsleiðir ásamt deilingu þekkingar og reynslu var meðal þess sem rætt var á fundinum. Næsti fundur verður haldinn í Svíþjóð á næsta ári.
Nánar ...
03.11.2017

Nýr framkvæmdastjóri hjá HSH

Nýr framkvæmdastjóri hjá HSHHéraðssamband Snæfellsness og Hnappadalssýslu (HSH) hefur ráðið Laufeyju Helgu Árnadóttur í 50% stöðu sem framkvæmdastjóra sambandsins. ​Laufey Helga er frá Ólafsvík, menntuð sem viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og með meistaragráðu í kennsluréttindum frá Háskólanum á Akureyri.
Nánar ...
02.11.2017

Góð heimsókn frá Íþróttasambandi Grænlands

Góð heimsókn frá Íþróttasambandi GrænlandsStjórn og framkvæmdastjóri Íþróttasambands Grænlands heimsóttu höfuðstöðvar ÍSÍ á dögunum. Hópurinn var staddur á Íslandi í vinnuferð stjórnar og heimsóttu þau meðal annars í ferðinni Umf. Selfoss þar sem þau fengu kynningu á skipulagi og starfi félagsins og samstarfi þess við viðkomandi sveitarfélag.
Nánar ...
02.11.2017

Rafræn könnun um réttindi íþróttafólks í lyfjamálum

Rafræn könnun um réttindi íþróttafólks í lyfjamálumAlþjóðalyfjaeftirlitið eða World Anti Doping Agency (WADA) í samvinnu við landslyfjaeftirlit víðs vegar í heiminum (NADOs) og íþróttamannanefnd WADA, hóf fyrr á þessu ári drög að sáttmála um réttindi íþróttafólks. Markmiðið með slíkum sáttmála er að tryggja og auka réttindi íþróttafólks, því lyfjaeftirlit snýst fyrst og fremst um það; réttindi heiðarlegs íþróttafólks. Hugmyndin er að innleiða efni sáttmálans inn í Alþjóðalyfjareglurnar (WADA Code).
Nánar ...
02.11.2017

Heimsókn frá nemendum úr FV

Heimsókn frá nemendum úr FVNemendur af afreksbraut Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi heimsóttu ÍSÍ á dögunum og fengu fræðslu um skipulag íþróttahreyfingarinnar á Íslandi. Farið var yfir þau fjölmörgu verkefni sem unnin eru hjá ÍSÍ og starfsemi Ólympíuhreyfingarinnar. Nemendahópurinn var um 50 og kennari þeirra Helena Ólafsdóttir kom með þeim. Talsvert er um að nemendahópar af íþróttabrautum heimsæki ÍSÍ og eru það alltaf ánægjulegar heimsóknir.
Nánar ...
01.11.2017

Sameinuð samtök - farsælt starf í 20 ár

Sameinuð samtök - farsælt starf í 20 ár Í dag, 1. nóvember 2017, eru 20 ár síðan stofnþing Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ), sameinaðra samtaka Íþróttasambands Íslands og Ólympíunefndar Íslands (ÓÍ), fór fram á Grand Hótel Reykjavík. Fyrir sameininguna sá Ólympíunefnd Íslands um undirbúning og þátttöku Íslands í Ólympíuleikum en Íþróttasamband Íslands sameinaði íþróttahreyfinguna á Íslandi undir einu merki, vann að því að breiða út íþróttaáhuga, efla innra starf og var samnefnari í baráttu fyrir hagsmunamálum hreyfingarinnar.
Nánar ...
31.10.2017

Sportmarkaður ÍSÍ fer fram á morgun

Sportmarkaður ÍSÍ fer fram á morgunSportmarkaður ÍSÍ fer fram í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, í C-sal á 3. hæð frá kl. 12-18 á morgun miðvikudaginn 1. nóvember. Íþróttamiðstöðin er við Engjaveg 6, 104 Reykjavík.
Nánar ...
31.10.2017

Fimleikasamband Íslands hlýtur styrk úr Afrekssjóði ÍSÍ

Fimleikasamband Íslands hlýtur styrk úr Afrekssjóði ÍSÍFimleikasamband Íslands (FSÍ) hefur hlotið viðbótarstyrkveitingu úr Afrekssjóði ÍSÍ vegna landsliðsverkefna ársins 2017. Um er að ræða styrk að upphæð 8 m.kr. sem bætist við fyrri úthlutun til sambandsins, en sambandið hlaut styrk að upphæð 7.950.000 kr. í fyrri úthlutun ársins úr Afrekssjóði ÍSÍ.
Nánar ...
30.10.2017

Skautasamband Íslands hlýtur styrk úr Afrekssjóði ÍSÍ

Skautasamband Íslands hlýtur styrk úr Afrekssjóði ÍSÍSkautasamband Íslands (ÍSS) hefur hlotið viðbótarstyrkveitingu úr Afrekssjóði ÍSÍ vegna landsliðsverkefna ársins 2017. Um er að ræða styrk að upphæð 400.000 kr. sem bætist við fyrri úthlutun til sambandsins, en sambandið hlaut styrk að upphæð 600.000 kr. í fyrri úthlutun ársins úr Afrekssjóði ÍSÍ.
Nánar ...
30.10.2017

Landssamband hestamannafélaga hlýtur styrk úr Afrekssjóði ÍSÍ

Landssamband hestamannafélaga hlýtur styrk úr Afrekssjóði ÍSÍLandssamband hestamannafélaga (LH) hefur hlotið viðbótarstyrkveitingu úr Afrekssjóði ÍSÍ vegna landsliðsverkefna ársins 2017. Um er að ræða styrk að upphæð 2 m.kr. sem bætist við fyrri úthlutun til sambandsins, en sambandið hlaut styrk að upphæð 2,2 m.kr. í fyrri úthlutun ársins úr Afrekssjóði ÍSÍ.
Nánar ...