Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

27

2019 Svartfjallaland

Smáþjóðaleikar fóru fram í Svartfjallalandi 27. maí-1. júní 2019. Keppnisgreinar voru frjálsíþróttir, sund, júdó, skotíþróttir, tennis, borðtennis, karfa, blak, strandblak og boules.
 
 
 
29.05.2019

Keppni lokið í liðakeppni í borðtennis

Keppni lokið í liðakeppni í borðtennisLiðakeppni í borðtennis hélt áfram í dag. Íslenska kvennalandsliðið mætti heimakonum frá Svartfjallalandi í síðasta leik riðlakeppninnar, en eftir 3-0 tap gegn þeim er ljóst að landsliðið komst ekki upp úr riðli sínum og er því úr leik.
Nánar ...
29.05.2019

Fagteymi Íslands á Smáþjóðaleikunum

Fagteymi Íslands á SmáþjóðaleikunumSmáþjóðaleikarnir fara fram um þessar mundir. Nokkrir valinkunnir aðilar annast heilbrigðisþjónustu við íslenska hópinn. Það eru þau Örnólfur Valdimarsson læknir, Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur og sjúkraþjálfararnir Unnur Sædís Jónsdóttir, Mundína Ásdís Kristinsdóttir, Sigurður Örn Gunnarsson, Halldór Fannar Júlíusson, Jóhannes Már Marteinsson og Sædís Magnúsdóttir.
Nánar ...
29.05.2019

Góður stuðningur frá foreldrum keppenda

Góður stuðningur frá foreldrum keppendaHér á Smáþjóðaleikunum er nokkur hópur foreldra og annarra ættingja sem kominn er hingað til Svartfjallalands til að fylgjast með sínu fólki á leikunum og styðja íslenska hópinn í keppni.
Nánar ...
29.05.2019

Keppni í frjálsíþróttum hefst á eftir

Keppni í frjálsíþróttum hefst á eftirKeppni í frjálsíþróttum á Smáþjóðaleikunum hefst á eftir. Fyrsta grein hefst klukkan 16:00 og sú síðasta 19:50 að staðartíma. Ísland er tveimur tímum á eftir Svartfjallalandi. Ekki er sýnt beint frá mótinu en á heimasíðu mótsins má fylgjast með úrslitum jafnóðum. Hana má finna hér. Alls keppa 12 Íslendingar á fyrsta keppnisdegi.
Nánar ...
29.05.2019

Íslenski hópurinn í fatnaði frá Peak

Íslenski hópurinn í fatnaði frá PeakÍSÍ hefur undanfarin ár samið við kínverska fataframleiðandann Peak um fatnað og búnað fyrir sitt keppnisfólk. Íslensku þátttakendurnir á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi fengu fyrir brottför frá Íslandi veglegan bakpoka frá ÍSÍ ásamt sérmerktum Peak fatnaði sem þeir þurfa að klæðast við ákveðin tækifæri í ferðinni eins og til dæmis við setningarhátíð leikanna.
Nánar ...
29.05.2019

Aðalfundur GSSE

Aðalfundur GSSEAðalfundur GSSE, samtaka þjóðanna sem eiga þátttökurétt á Smáþjóðaleikum, fór fram í Budva í Svartfjallalandi 27. maí sl. á Maestral Hotel. Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ, Hafsteinn Pálsson 2. varaforseti og Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri sóttu fundinn fyrir hönd Íslands.
Nánar ...
28.05.2019

Dagskrá 2. keppnisdags Smáþjóðaleikanna

Dagskrá 2. keppnisdags SmáþjóðaleikannaMorgundagurinn, 29. maí, er hlaðinn spennandi íþróttaviðburðum á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi. Landslið kvenna og karla í blaki munu etja kappi við San Marínó, kvennaliðið kl. 13 að staðartíma og karlaliðið kl. 16 að staðartíma.
Nánar ...
28.05.2019

Samantekt frá fyrsta degi Smáþjóðaleika

Samantekt frá fyrsta degi SmáþjóðaleikaFjölmargar íþróttagreinar fóru fram í dag á Smáþjóðaleikunum. Íslendingar áttu keppendur í borðtennis, blaki, körfuknattleik, sundi og júdó. Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ, ferðaðist á milli keppnisstaða í dag og fylgdist m.a. með keppni í borðtennis, júdó og körfuknattleik.
Nánar ...
28.05.2019

Fyrstu gullverðlaun Íslands á Smáþjóðaleikunum!

Fyrstu gullverðlaun Íslands á Smáþjóðaleikunum!Sundkeppni Smáþjóðaleikanna hófst í dag, en hún er með töluvert öðru sniði en áður hefur tíðkast á leikunum. Engin riðlakeppni er að morgni heldur synt í beinum úrslitum eftir hádegi og búið er að fjölga greinum og fækka dögum.
Nánar ...
28.05.2019

Júdófólkið okkar stóð sig vel

Júdófólkið okkar stóð sig velEinstaklingskeppni í júdó á Smáþjóðaleikunum fór fram í dag og unnu íslensku keppendurnir til fernra verðlauna. Egill Blöndal hlaut silfurverðlaun eftir spennandi úrslitaglímu í -90 kg flokki við Schwendingar frá Liechtenstein.
Nánar ...
28.05.2019

Sigur og tap hjá körfuknattleiksliðunum

Sigur og tap hjá körfuknattleiksliðunumÍslenska kvennalandsliðið í körfuknattleik lagði Möltu í dag, í sínum fyrsta leik á Smáþjóðaleikunum, 61:35. Íslensku stúlkurnar spiluðu vel og var góð stemmning í hópnum. Þóra Krist­ín Jóns­dótt­ir og Hall­veig Jóns­dótt­ir skoruðu 11 stig hvor og voru stiga­hæst­ar í ís­lenska liðinu. Helena Sverr­is­dótt­ir skoraði 10 stig og þær Hild­ur Björg Kjart­ans­dótt­ir og Sara Rún Hinriks­dótt­ir 8 stig hvor.
Nánar ...