Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

29

2019 Svartfjallaland

Smáþjóðaleikar fóru fram í Svartfjallalandi 27. maí-1. júní 2019. Keppnisgreinar voru frjálsíþróttir, sund, júdó, skotíþróttir, tennis, borðtennis, karfa, blak, strandblak og boules.
 
 
 
28.05.2019

Samantekt frá fyrsta degi Smáþjóðaleika

Samantekt frá fyrsta degi SmáþjóðaleikaFjölmargar íþróttagreinar fóru fram í dag á Smáþjóðaleikunum. Íslendingar áttu keppendur í borðtennis, blaki, körfuknattleik, sundi og júdó. Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ, ferðaðist á milli keppnisstaða í dag og fylgdist m.a. með keppni í borðtennis, júdó og körfuknattleik.
Nánar ...
28.05.2019

Dagskrá 2. keppnisdags Smáþjóðaleikanna

Dagskrá 2. keppnisdags SmáþjóðaleikannaMorgundagurinn, 29. maí, er hlaðinn spennandi íþróttaviðburðum á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi. Landslið kvenna og karla í blaki munu etja kappi við San Marínó, kvennaliðið kl. 13 að staðartíma og karlaliðið kl. 16 að staðartíma.
Nánar ...
28.05.2019

Fyrstu gullverðlaun Íslands á Smáþjóðaleikunum!

Fyrstu gullverðlaun Íslands á Smáþjóðaleikunum!Sundkeppni Smáþjóðaleikanna hófst í dag, en hún er með töluvert öðru sniði en áður hefur tíðkast á leikunum. Engin riðlakeppni er að morgni heldur synt í beinum úrslitum eftir hádegi og búið er að fjölga greinum og fækka dögum.
Nánar ...
28.05.2019

Júdófólkið okkar stóð sig vel

Júdófólkið okkar stóð sig velEinstaklingskeppni í júdó á Smáþjóðaleikunum fór fram í dag og unnu íslensku keppendurnir til fernra verðlauna. Egill Blöndal hlaut silfurverðlaun eftir spennandi úrslitaglímu í -90 kg flokki við Schwendingar frá Liechtenstein.
Nánar ...
28.05.2019

Sigur og tap hjá körfuknattleiksliðunum

Sigur og tap hjá körfuknattleiksliðunumÍslenska kvennalandsliðið í körfuknattleik lagði Möltu í dag, í sínum fyrsta leik á Smáþjóðaleikunum, 61:35. Íslensku stúlkurnar spiluðu vel og var góð stemmning í hópnum. Þóra Krist­ín Jóns­dótt­ir og Hall­veig Jóns­dótt­ir skoruðu 11 stig hvor og voru stiga­hæst­ar í ís­lenska liðinu. Helena Sverr­is­dótt­ir skoraði 10 stig og þær Hild­ur Björg Kjart­ans­dótt­ir og Sara Rún Hinriks­dótt­ir 8 stig hvor.
Nánar ...
28.05.2019

Karlalandsliðið í blaki keppti í dag

Karlalandsliðið í blaki keppti í dagKarlalandsliðið í blaki mætti Svartfellingum á Smáþjóðaleikunum í dag í sínum fyrsta leik í keppninni. Fyrirfram var Svartfellingum spáð góðu gengi á mótinu og því búist við að á brattann yrði að sækja. Byrjunarlið Íslands var skipað þeim Hafsteini og Kristjáni Valdimarssonum á miðjunum, Theódóri Óskari Þorvaldssyni og Ævari Frey Birgissyni á köntunum, Bjarka Benediktssyni í díó og Mána Matthíassyni í uppspil.
Nánar ...
28.05.2019

Liðakeppni í borðtennis hófst í dag

Liðakeppni í borðtennis hófst í dagÍslenskir keppendur í borðtennis hófu keppni í dag á Smáþjóðaleikunum 2019. Í dag var keppt í liðakeppni kvenna og liðakeppni karla. Þann 30. maí er keppt í tvíliðaleik og í einliðaleik 31. maí. Lokadaginn, 1. júní, er leikið til úrslita í einliðaleik og tvíliðaleik.
Nánar ...
28.05.2019

Kvennalandsliðið í blaki hóf keppni í morgun

Kvennalandsliðið í blaki hóf keppni í morgunÍslenska kvennalandsliðið í blaki mætti Kýpur í morgun í fyrsta leik sínum á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi. Byrjunarlið Íslands var skipað þeim Jónu Guðlaugu Vigfúsdóttur og Helenu Kristínu Gunnarsdóttur á köntunum, Gígju Guðnadóttur og Söru Ósk Stefánsdóttur á miðjunum, Thelmu Dögg Grétarsdóttur í díó og Önu Mariu Vidal Bouza í uppspil og Kristinu Apostalovu í stöðu frelsingja.
Nánar ...
27.05.2019

Guðbjörg Jóna fánaberi

Guðbjörg Jóna fánaberiGuðbjörg Jóna Bjarnadóttir, 17 ára keppandi í frjálsíþróttum, verður fánaberi Íslands við setningarhátíð Smáþjóðaleikanna 2019 sem fer fram kl. 21 að staðartíma í kvöld. Guðbjörg Jóna var einnig fánaberi á Ólympíuleikum ungmenna 2018 í Buenos Aires. Á þeim leikum vann hún 200m hlaupið og varð þar með fyrst Íslendinga til að vinna til gullverðlauna á Ólympíuleikum ungmenna ásamt því að vera fyrst til að vinna til gullverðlauna á leikum á vegum Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC). Sama ár varð hún Evr­ópu­meist­ari U18 ára í 100 metra hlaupi á Evr­ópu­meist­ara­móti U18 ára í frjálsíþrótt­um í Ung­verjalandi 2018.
Nánar ...