Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

30

2019 Svartfjallaland

Smáþjóðaleikar fóru fram í Svartfjallalandi 27. maí-1. júní 2019. Keppnisgreinar voru frjálsíþróttir, sund, júdó, skotíþróttir, tennis, borðtennis, karfa, blak, strandblak og boules.
 
 
 
17.05.2017

Fundur flokksstjóra vegna Smáþjóðaleika 2017

Fundur flokksstjóra vegna Smáþjóðaleika 2017Nú er í mörg horn að líta í lokaundirbúningi íslenska hópsins fyrir Smáþjóðaleikana 2017, sem fara fram í San Marínó frá 29. maí til 3. júní. Tæplega 200 manns eru í íslenska hópnum, þar af 136 keppendur. Af keppendum eru 73 karlar og 63 konur.
Nánar ...
09.12.2016

Illugi Gunnarsson og Ómar Einarsson sæmdir Gullmerki ÍSÍ

Illugi Gunnarsson og Ómar Einarsson sæmdir Gullmerki ÍSÍFramkvæmdastjórn ÍSÍ samþykkti á fundi sínum í gær, 8. desember, að sæma Illuga Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra og Ómar Einarsson framkvæmdastjóra Íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkurborgar Gullmerki ÍSÍ fyrir þeirra góðu störf í þágu íþróttahreyfingarinnar.​
Nánar ...
29.11.2016

Hálft ár í Smáþjóðaleika í San Marínó

Hálft ár í Smáþjóðaleika í San MarínóÍ dag er hálft ár þar til Smáþjóðaleikarnir í San Marínó verða settir. Leikarnir standa frá 29. maí - 3. júní 2017. Á þeim tímamótum þurfa þátttökuþjóðir að senda áætlaðan fjölda keppenda og í hvaða keppnisgreinum þeir munu taka þátt.
Nánar ...
12.05.2016

Undirbúningur vegna Smáþjóðaleika 2017

Eftir rúmlega eitt ár fara 17. Smáþjóðaleikar Evrópu fram í San Marínó. Hefst þá þriðja umferð leikanna, en þeir fyrstu fóru fram í San Marínó árið 1985 og hafa þeir verið haldnir á tveggja ára fresti síðan. Ísland var gestgjafi leikanna 1997 og 2015 en þau átta lönd sem stofnuðu til leikanna hafa skipt því hlutverki á milli sín frá upphafi. Níunda þjóðin, Svartfjallaland, bættist í hópinn fyrir nokkrum árum og verða þeir gestgjafar í fyrsta skipti árið 2019
Nánar ...
09.05.2016

Aðalfundur Smáþjóðaleikanna (GSSE)

Aðalfundur Smáþjóðaleikanna (GSSE)​Um helgina fór fram aðalfundur Smáþjóðaleikanna (GSSE) auk fundar tækninefndar leikanna. Hefð er fyrir því að halda slíka fundi rúmu ári fyrir leika í því landi sem verður í gestgjafahlutverki ári síðar. Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ og Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ sóttu fundinn auk Guðmundar Þ. Harðarsonar fulltrúa Íslands í tækninefnd GSSE.
Nánar ...
31.05.2015

Líf og fjör í Sjálandsskóla

Líf og fjör í SjálandsskólaSíðustu dagar hafa verið viðburðarríkir í undirbúningi fyrir Smáþjóðaleikana sem fram fara 1.-6. júní næstkomandi, ekki bara á keppnissvæðum og í Laugardal heldur hafa verið spennandi verkefni tengd leikunum víða annars staðar.
Nánar ...
18.05.2015

Íslenskir þátttakendur hittast

Íslenskir þátttakendur hittastÁ föstudaginn s.l. var fyrsti fundur íslenskra þátttakenda á Smáþjóðaleikunum. Leikarnir verða settir þann 1. júní og standa yfir til loka dags 6. júní n.k.
Nánar ...
01.05.2015

Einn mánuður til Smáþjóðaleika

Einn mánuður til SmáþjóðaleikaÍ dag er einn mánuður þar til Smáþjóðaleikarnir verða settir á Íslandi. Leikarnir munu fara fram dagana 1. til 6. júní 2015 í Reykjavík og nágrenni. Að því tilefni er síðasta kynningarmynd Smáþjóðaleikanna 2015 birt, til viðbótar við þær ellefu myndir sem nú þegar hafa verið birtar úr myndaröðinni „Náttúrulegur kraftur“.
Nánar ...
30.04.2015

Blossi heimsótti Vesturbæjarskóla

Blossi heimsótti VesturbæjarskólaÍ dag heimsótti lukkudýr Smáþjóðaleikanna 2015, Blossi, Vesturbæjarskóla, ásamt föruneyti frá ÍSÍ, en 6. bekkur í Vesturbæjarskóla var með sigurnafnið Blossi í nafnasamkeppni um nafn á lukkudýri Smáþjóðaleikanna 2015 sem ÍSÍ efndi til í janúar.
Nánar ...