Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

21

Fréttir frá Sumarólympíuleikum

08.05.2018

Fagna afrekum sínum eftir á

Fagna afrekum sínum eftir áÞær aðstæður koma nú reglulega upp þar sem íþróttafólk sem unnið hefur til verðlauna á Ólympíuleikum gerist sekt um lyfjamisferli og missir því verðlaun sín. Það íþróttafólk, sem næst er í röðinni missti því af sínu tækifæri til þess að fagna afrekum sínum á verðlaunapalli á Ólympíuleikum. Íþróttamannanefnd innan IOC hefur unnið að því síðustu mánuði að setja saman ákveðin viðmið fyrir þetta íþróttafólk, um hvernig það geti fengið sín verðlaun afhent og þar með fagnað sínum árangri. Nýlega samþykkti framkvæmdastjórn Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC) þessi meginviðmið sem íþróttamannanefndin setti saman.​
Nánar ...
10.08.2017

Ólympíuleikarnir í París 2024

Ólympíuleikarnir í París 2024París og Los Angeles hafa undanfarna mánuði verið að keppast um að halda Ólympíuleikana árið 2024, en nú er orðið ljóst að Ólympíuleikarnir 2024 verða haldnir í París. Ólymp­íu­leik­arn­ir 2028 verða síðan haldn­ir í Los Ang­eles. Alþjóðaólymp­íu­nefnd­in til­kynnti í júní sl. að París og Los Angeles myndu halda þessa tvennu Ólymp­íu­leika í röð. Full­trú­ar beggja borga vildu hins vegar halda leik­ana árið 2024. Alþjóðaólympíunefnd­in gaf full­trúum borg­anna frest fram í september nk. til að kom­ast að sam­komu­lagi um niðurröðun­ina. Að öðrum kosti hefði þurft að kjósa.
Nánar ...
23.06.2017

Golf og ruðningur áfram á Ólympíuleikum

Golf og ruðningur áfram á Ólympíuleikum Þessa dagana eru allar línur að skýrast hvað varðar Ólympíuleikana í Tókýó 2020. Einnig standa skipuleggjendur Ólympíuleikanna í París og LA í ströngu, því borgirnar keppast um að halda leikana 2024. Útlit er fyrir að allar 28 íþróttagreinarnar sem keppt var í á Ólympíuleikunum í Ríó 2016 verði einnig keppnisgreinar á leikunum í Tókýó 2020 og á leikunum 2024, en nýlega staðfesti framkvæmdastjórn Alþjóðaólympíunefndarinnar endanlega þá viðburði sem fara munu fram á leikunum í Tókýó. Viðburðadagskráin er töluvert breytt frá fyrri leikum, en þessi nýja dagskrá markar stórt skref í þróun Ólympíuleikanna. Breytingin verður til þess að hlutur kynjanna á leikunum jafnast, íþróttafólki fækkar og þar með minnkar umhverfisspor leikanna.
Nánar ...
17.02.2017

LA, París eða Búdapest

LA, París eða BúdapestÞrjár borgir keppast um að halda Ólympíuleikana árið 2024. Þær borgir sem sóttu um að halda leikana eru Búdapest í Ungverjalandi, Hamborg í Þýskalandi, Los Angeles í Bandaríkjunum, París í Frakklandi og Róm á Ítalíu. Nú hafa tvær borgir dregið sig úr keppninni um að halda leikana, Hamborg og Róm. 100 meðlimir Alþjóðaólympíunefndarinnar munu kjósa á milli þessarra borga þegar nefndin mun funda í Líma í Perú 13. september 2017.
Nánar ...
08.11.2016

Styrkir Ólympíusamhjálparinnar vegna PyeongChang 2018

Styrkir Ólympíusamhjálparinnar vegna PyeongChang 2018Ólympíusamhjálpin hefur úthlutað undirbúningsstyrkjum vegna Vetrarólympíuleikanna í PyeongChang 2018, en næstu Vetrarólympíuleikar fara fram í Kóreu í febrúar 2018. Skíðasamband Íslands hlaut styrki vegna sjö skíðamanna og er um að ræða styrki í allt að 16 mánuði, eða frá byrjun nóvember 2016 fram að lokum febrúar 2018. Styrkirnir nema rúmlega 1.000 bandaríkjadölum (USD) á mánuði vegna hvers þeirra auk þess sem að ferðastyrkur að upphæð 5.000 bandaríkjadölum (USD) stendur hverjum þeirra til boða á tímabilinu.
Nánar ...
05.07.2016

Einn mánuður í næstu Ólympíuleika

Einn mánuður í næstu ÓlympíuleikaFöstudaginn 5. ágúst nk. verða Ólympíuleikarnir settir með formlegum hætti á Maracana vellinum í Ríó de Janeiro. Þegar aðeins einn mánuður er til stefnu má segja að langt ferli sé að ná hámarki.
Nánar ...
25.05.2016

EOC Seminar 2016

EOC Seminar 2016​Á dögunum fór fram 37. málþing Evrópusambands Ólympíunefnda (EOC Seminar) í borginni Tarragona á Spáni. Fulltrúar ÍSÍ á málþinginu voru þau Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, og Andri Stefánsson, sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ.
Nánar ...
03.05.2016

Ólympíueldurinn kominn til Brasilíu

Ólympíueldurinn kominn til BrasilíuÍ dag kom Ólympíueldurinn til Brasilíu og var fyrsti viðkomustaður höfuðborgin Brasília. Næstu 95 daga mun Ólympíueldurinn heimsækja yfir 300 bæi og borgir í Brasilíu áður en hlaupið verður með kyndilinn inn á setningarhátíð Ólympíuleikana á Maracana vellinum í Ríó de Janeiro.
Nánar ...