Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

21.01.2026 - 21.01.2026

RIG ráðstefna

Í tengslum við RIG þá verður ráðstefna um...
20

Valgerður Reykjalín ráðin framkvæmdastjóri UMSE

20.01.2026

 

Valgerður Reykjalín hefur verið ráðin í starf framkvæmdastjóra UMSE. Valgerður er íþróttafræðingur og kennari, sem flutti nýverið aftur heim til Dalvíkur ásamt fjölskyldu sinni eftir að hafa búið á Höfn í Hornafirði síðustu ár. Valgerður verður í hálfu starfi hjá UMSE en þar eru næg verkefni framundan, m.a. undirbúningur fyrir Landsmót 50+ sem verður haldið í Eyjafjarðarsveit í lok júní 2026.

Við hjá ÍSÍ bjóðum Valgerði hjartanlega velkomna til starfa!

Á myndinni er Valgerður ásamt Þorgerði Guðmundsdóttur formanni UMSE.

Mynd/www.umse.is