Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

2

Íþróttafólk ársins 2025

02.01.2026

 

Laugardaginn 3. janúar nk. fer fram sameiginlegt hóf Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) og Samtaka íþróttafréttamanna (SÍ) í Hörpunni, þar sem ÍSÍ afhendir viðurkenningar til íþróttafólks sérsambanda ÍSÍ og kjör SÍ á Íþróttamanni ársins, Liði ársins og Þjálfara ársins verður tilkynnt.

Fyrirtækin þrjú sem standa að Ólympíufjölskyldu ÍSÍ, þ.e. Icelandair, Íslensk getspá og Toyota, gefa verðlaunagripi til allra íþróttakvenna og íþróttamanna sérsambanda ÍSÍ. Listi yfir útnefningar sérsambanda á íþróttafólki ársins verður birtur á heimasíðu ÍSÍ að hófi loknu.

Sýnt verður beint á RÚV þegar kjöri Samtaka íþróttafréttamanna á ofangreindum heiðurstitlum verður lýst. Samtök íþróttafréttamanna hafa birt lista yfir topp 10 í kjörinu um Íþróttamann ársins 2025.

Á listanum er að finna eftirtalið íþróttafólk:

Dagur Kári Ólafsson, fimleikar
Eygló Fanndal Sturludóttir, ólympískar lyftingar
Gísli Þorgeir Kristjánsson, handknattleikur
Glódís Perla Viggósdóttir, knattspyrna
Hákon Arnar Haraldsson, knattspyrna
Hildur Maja Guðmundsdóttir, fimleikar
Jón Þór Sigurðsson, skotfimi
Ómar Ingi Magnússon, handknattleikur
Snæfríður Sól Jórunnardóttir, sund
Tryggvi Snær Hlinason, körfuknattleikur

Efstu þrír í kjöri SÍ um Þjálfara ársins 2025 eru:

Ágúst Þór Jóhannsson, kvennalið Vals í handknattleik
Dagur Sigurðsson, karlalandslið Króatíu í handknattleik
Heimir Hallgrímsson, karlalandslið Írlands í knattspyrnu

Efstu þrjú liðin í kjöri SÍ um Lið ársins 2025 eru:

Breiðablik, kvennalið í knattspyrnu
Fram, karlalið í handknattleik
Valur, kvennalið í handknattleik