Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

6

Takk Sjálfboðaliðar!

05.12.2025

Í dag 5. desember er alþjóðlegur dagur sjálfboða og af því tilefni munu ÍSÍ og UMFÍ efna til málþings og vöfflukaffis í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. 
Málþingið hefst klukkan 14:00, en þar verða flutt þrjú stutt erindi.

-Lárus L. Blöndal, heiðursforseti ÍSÍ, mun segja frá ferðalagi sínu sem sjálfboðaliði í íþróttahreyfingunni. 
-Bjarni Malmquist Jónsson, formaður Ungmennasambandsins Úlfljóts (USÚ) og Ungmennafélagsins Vísis, mun segja frá störfum sínum sem sjálfboðaliði og meðal annars greina frá uppbyggingu fullbúins frjálsíþróttavallar í Suðursveit. 
-Halla Margrét Jónsdóttir, fulltrúi framkvæmdastjórnar UMFÍ og fyrrum formaður Ungmennaráðs UMFÍ, fjalla um reynslu sína og störf sem sjálfboðaliði í stjórnum og á fleiri vígstöðum.

Málþinginu stýrir Willum Þór Þórsson forseti ÍSÍ. 

Að dagskrá lokinni er öllum viðstöddum boðið í vöfflukaffi í boði Vilko og Mjólkursamsölunnar.
Með þessu vilja ÍSÍ og UMFÍ vekja athygli á ómetanlegu framlagi sjálfboðaliða til íþróttastarfs í landinu en án þeirra gengi starfið einfaldlega ekki upp.

Að lokum viljum við minna á kosningu á Íþróttaeldhuganum 2025, en frestur til að senda inn tilnefningu rennur út á miðnætti í kvöld, 5. desember. Smelltu hér til að senda inn tilnefningu!

ÍSÍ sendir öllum sjálfboðaliðum í íþróttahreyfingunni bestu kveðjur í tilefni dagsins og þakkar fyrir þeirra óeigingjörnu störf í þágu íþrótta í landinu!

Takk, sjálfboðaliðar!

Myndir með frétt