Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

1

Gleðileg tímamót í íslensku íþróttalífi!

01.12.2025

 

Launasjóður íþróttafólks var kynntur í dag þar sem afreksíþróttafólk, sérsambönd og leiðtogar úr íþróttahreyfingunni kom saman og fagnaði þessum áfanga. Í fyrsta sinn mun afreksíþróttafólk nú fá laun fyrir vinnu sína sem íþróttafólk.

Markmiðið er að gera afreksíþróttafólki kleift að setja íþrótt sína í forgang og einbeita sér að afreksíþróttastarfi með það að leiðarljósi að ná framúrskarandi árangri og komast í fremstu röð á alþjóðavettvangi.
Fjöldi þeirra sem hljóta laun er 32 einstaklingar og 3 pör, íþróttafólk í fremstu röð, (sjá lista neðst). Flestum er úthlutað til 12 mánaða, en mögulegum Ólympíuförum fyrir Vetrarólympíuleikana 2026 er úthlutað fram yfir leika.

Eygló Fanndal Sturludóttir vildi þakka forverum sínum fyrir sitt framlag, „Þetta er ótrúlega stór dagur og mig persónulega langar að þakka öllu íþróttafólkinu sem kom á undan okkur og vann að þessu og gerði þetta að veruleika svo við fáum að njóta þess í dag. Ég held ég geti þakkað þeim fyrir, fyrir hönd okkar allra. Ég er mjög spennt fyrir komandi tímum og ég ætla að nýta þetta til að ná sem bestum árangri komast eins langt og ég get.“

„Þetta eru stór tímamót að geta greitt íþróttafólki laun. Íþróttafólk leggur mikið á sig til að vera í fremstu röð og við erum mjög ánægð að geta stutt við þeirra árangur með þessum hætti,“ segir Kristín Birna Ólafsdóttir Afreksstjóri Afreksmiðstöðvar Íslands.

„Við getum verið stolt af þessum tímamótum. Þessi launastuðningur gerir afreksfólkinu okkar kleift að sinna betur sinni íþrótt og sinna því hlutverki sem þau hafa sem fyrirmyndir“ segir Willum Þór Þórsson forseti ÍSÍ.

Hér að neðan má sjá listann yfir íþróttafólkið sem mun þiggja launin:

Fyrir frekari upplýsingar má hafa samband við Kristínu Birnu Ólafsdóttur Afreksstjóra Afreksmiðstöðvar Íslands í síma: 696 3028.

Myndir: Jón Aðalsteinn

Myndir með frétt