Allir með leikarnir 8. nóvember - sannkölluð íþróttaveisla!
07.11.2025
Allir með leikarnir verða haldnir í Laugardalshöll laugardaginn 8. nóvember. Leikarnir eru sannkölluð íþróttaveisla fyrir börn á grunnskólaaldri með fatlanir. Hægt verður að prófa ýmsar íþróttagreinar á leikunum, þ.e. handknattleik, körfuknattleik, knattspyrnu, fimleika, frjálsíþróttir, badminton, keilu, pílu, borðtennis og klifur og einnig jassballet og leiki.
Leikarnir eru hluti af verkefninu Allir með, samstarfsverkefni ÍSÍ, UMFÍ og Íþróttasambands fatlaðra með fjárstuðningi frá félags- og húsnæðisráðuneyti, heilbrigðisráðuneyti og mennta- og barnamálaráðuneyti. Markmið verkefnisins er að fjölga tækifærum barna með fatlanir til íþróttaiðkunar.
Setning leikanna verður kl. 10:00. Þátttökugjald er kr. 1.500,- og er hægt að skrá sig hér: Skráning á Allir með leikana 2025
Innifalið er þátttakan og pizzuveisla. Diskó, tónleikar, gjöf og eintóm gleði!