Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

27

Íþróttavika Evrópu er hafin

23.09.2025

Íþróttavika Evrópu, eða European Week of Sport, #BeActive, er nú gengin í garð og í ár fagnar átakið 10 ára afmæli. Frá árinu 2015 hefur íþróttavikan hvatt milljónir Evrópubúa til að hreyfa sig meira og tileinka sér heilbrigðari lífsstíl.

Markmið vikunnar er að hvetja fólk á öllum aldri og úr öllum samfélagshópum til að hreyfa sig, hvort sem er í íþróttum, leik eða í gegnum skipulagða viðburði. Átakið, sem var sett á laggirnar af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, nær nú til 42 landa, með þúsundum viðburða og milljónir þátttakenda ár hvert.
Dagana 23. – 30. september verður fjölbreytt dagskrá um allt land þar sem allir geta tekið þátt á sínum forsendum. Alla viðburði á landsvísu, má finna hér

Í tilefni afmælisins er almenningi boðið á afmælishátíð í Elliðaárdal, laugardaginn 27. september. Hér er linkur á afmælisviðburð.

Vertu með - #BeActive!