Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

16

Afmælishátíð Íþróttaviku Evrópu í Elliðaárdal

16.09.2025

 

Íþróttavika Evrópu fagnar 10 ára afmæli í ár og af því tilefni verður sannkölluð afmælishátíð í Elliðaárstöð í Elliðaárdal laugardaginn 27. september.

Öllum gestum er boðið að taka þátt í 2 km fjölskylduhlaupi/göngu sem hefst kl. 11:00 en létt upphitun verður í boði frá kl. 10:45. Brautin er malbikuð og ætti því að vera aðgengileg fyrir öll. Hver og einn getur farið á sínum hraða og forsendum. 

Léttar hreyfiáskoranir verða í brautinni fyrir áhugasöm og skemmtiatriði. Eftir hlaupið/gönguna mætir sirkuslistafélagið Hringleikur og Leikhópurinn Lotta verður með skemmtun frá kl. 12:00. 

Þátttaka er öllum að kostnaðarlausu en viðburðurinn er styrktur af European Commission.

Viðburðurinn á Facebook: https://fb.me/e/4SRMWgt7N
Skráning á BeActive.is - a
llir sem skrá sig fá senda þátttökuviðurkenningu.

Stutt ávörp flytja Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, og Willum Þór Þórsson, forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Kynnir hátíðarinnar er Rakel Magnúsdóttir.

Samstarfsaðilar viðburðar eru Reykjavíkurborg, Íþróttabandalag Reykjavíkur, Bjartur Lífstíll, Landssamband eldri borgara og Allir með!

Um Íþróttaviku Evrópu
Íþróttavika Evrópu (European Week of Sport) er haldin 23. - 30. september ár hvert. Markmið íþróttavikunnar er að kynna íþróttir og hreyfingu fyrir almenningi í Evrópu og er hún ætluð öllum óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi. Sérstök áhersla er lögð á að höfða til grasrótarinnar og að hvetja Evrópubúa til að sameinast undir slagorðinu #BeActive til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi.

Myndir með frétt