Íþróttavika Evrópu í fullum undirbúningi

Íþróttavika Evrópu (European Week of Sport) er haldin árlega dagana 23. – 30. september í yfir 30 Evrópulöndum. Markmiðið með Íþróttaviku Evrópu er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna við auknu hreyfingarleysi meðal almennings. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur hlotið styrk frá Evrópusambandinu í gegnum Erasmus+ styrkjakerfið til verkefna sem tengjast vikunni.
51 umsókn barst um styrk vegna Íþróttaviku Evrópu #beactive og er þegar búið að fara yfir og afgreiða umsóknir.
Umsóknir komu frá:
- 29 sveitarfélögum
- 5 íþróttahéruðum
- 16 framhaldsskólum
- 1 stofnun
- 1 deild innan íþróttafélags
Sveitarfélög, íþróttahéruð og íþróttafélög gátu að hámarki fengið styrk upp á 500 þúsund krónur og framhaldsskólar 300 þúsund krónur.
Í ár er 10 ára afmæli Íþróttaviku Evrópu og verið er að undirbúa hreyfiviðburð fyrir alla fjölskylduna í Elliðaárdal með ÍBR, Reykjavíkurborg, Allir með og Björtum Lífstíl.
#Beactive night viðburðir verða haldnir í Nauthólsvík laugardaginn 27. september og í sex sundlaugum dagana 27. og 28. september.
Allar upplýsingar um viðburði í tengslum við Íþróttaviku Evrópu verður að finna á www.beactive.is