Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
24

Siglingasambandið fær alþjóðlega vottun

20.08.2025

 

Siglingasamband Íslands (SÍL) fékk nýverið fengið vottun Alþjóðasiglingasambandsins fyrir 
þjálfaramenntun og siglingakennslu. 


Siglingasambandið hefur á undanförnum árum unnið markvisst að því að efla og mennta þjálfara og siglingakennara á Íslandi með það að markmiði að siglingakennsla og þjálfun á Íslandi sé á pari við það sem best gerist erlendis.

Fulltrúar Alþjóðasiglingasambandsins komu heimsóttu landið í lok júlí til að skoða starfsemi sambandsins, fara yfir verkferla og þá ekki síst hvað varðar kennsluhætti og öryggismál. Einnig var farið í heimsókn til 4 siglingafélaga sem starfa eftir kröfum SÍL og uppfylla þannig gæðastaðla sambandsins. Áhersla er lögð á öryggismál og menntun þjálfara auk þess sem fyrir liggur námskrá sem kennt er eftir.

Vottun Alþjóðasiglingasambandsins er gæðastimpill og vottun á þá vinnu sem átt hefur sér stað við uppbygginu siglingaíþróttarinnar hér á landi. Ísland er þar með komið í hóp þeirra þjóða sem einna best standa að þessum málum í siglingaheiminum.

Þetta þýðir að Siglingasambandið getur nú sjálft vottað þau félög sem starfa skv. kröfum Alþjóðasiglingasambandsins. Fram fer árleg skoðun þar sem farið yfir alla öryggisferla og menntun innan félagsins og námskrár. Þetta hefur þegar skilað betra utanumhaldi innan félaganna sem og aukinni þátttöku í starfsemi siglingafélaga auk þess sem meiri kraftur hefur færst í starfið með skýrum ferlum og betri menntun þjálfara.

Að sama skapi breytir þessi vottun miklu fyrir þá sem starfa við þjálfun og kennslu í viðurkenndum siglingafélögum þar sem hún er gæðastimpill á starfið og veitir aukna möguleika á að starfa erlendis. 

Á myndunum eru Richard Percy  og Cathrine Duncan frá World Sailing og Ísabella Sól Tryggvadóttir yfirþjálfari Siglingaklúbbnum Nökkva á Akureyri

Myndir með frétt