Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

07.05.2024 - 07.05.2024

Ársþing HSV 2024

Ársþing Héraðssambands Vestfirðinga (HSV)...
24

Síðasti hjóladagurinn var í gær

25.05.2023

 

Síðasti dagur Hjólað í vinnuna var í gær og höfðu þátttakendur til hádegis í dag til að skrá ferðir sínar inn í kerfið. Þátttaka í verkefninu í ár var örlítið minni en í fyrra, en talsvert færri kílómetrar voru lagðir að baki og þar hefur veðrið án efa spilað inn í.  

Þátttakendur í ár voru 5083 og skráðu þeir 303.000 kílómetra inn í kerfið sem samsvarar 226 hringjum í kringum landið. Allir sem skráðu sig til leiks áttu möguleika á að vera dregnir út í skráningarleik Hjólað í vinnuna, alla virka daga í þættinum Morgunverkin á Rás 2. Einnig var myndaleikur í gangi á meðan á átakinu stóð og bárust margar skemmtilegar myndir í gegnum samfélagsmiðla og heimasíðu Hjólað í vinnuna. Búið er að velja bestu mynd Hjólað í vinnuna 2023. Örninn hjólaverslun og Unbroken gáfu vinninga í skráninga- og myndaleikinn.

ÍSÍ og UNICEF tóku höndum saman í verkefninu enda sameinast gildi beggja í að efla einstaklinga og fyrirtæki til heilsueflandi þátttöku fyrir sig, Ísland og heiminn allan. Með þátttöku í Hjólað í vinnuna gátu fyrirtæki heitið á starfsfólk sitt og stutt þannig við Loftlagssjóð UNICEF. Loftlagssjóður styrkir meðal annars menntun og fræðslu fyrir börn og ungt fólk varðandi loftlagsáhrif, nýsköpun á sjálfbærum og umhverfisvænum lausnum fyrir heilbrigðis- og menntakerfi og styrkir innviði samfélaga til að auka viðnám við loftlagsbreytingum. Nánari upplýsingar um samstarfið má finna hér.

Verðlaunaafhending Hjólað í vinnuna fer fram á morgun föstudaginn 26. maí kl.12.10 í Fjölskyldu-og húsdýragarðinum í Laugardal og eru allir velkomnir að mæta og þiggja pylsur frá Bæjarins bestu. Vinningshafar í fyrstu þremur sætunum eru sérstaklega hvattir til að mæta en hægt er að skoða öll úrslit á heimasíðu Hjólað í vinnuna.  

Myndir með frétt