Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

18.04.2024 - 18.04.2024

Ársþing ÍA 2024

Ársþing Íþróttabandalags Akraness (ÍA) verður...
18.04.2024 - 18.04.2024

Ársþing ÍS 2024

Ársþing Íþróttabandalags Suðurnesja (ÍS)...
19

Ragnheiður sýnir okkur dag í sínu lífi

02.07.2020

Ragnheiður Júlíusdóttir, landsliðskona og leikmaður Fram í efstu deild kvenna í handknattleik, tekur við ÍSÍ story á Instagrami ÍSÍ í dag, 2. júlí.

Ragnheiður er fædd árið 1997 og er uppalin Framari. Hún lék sína fyrstu leiki með meistaraflokki haustið 2013, þá einungis 16 ára gömul, en hefur verið einn af burðarásum í liði Fram undanfarin ár. Ragnheiður var markahæsti leikmaður Fram í Olísdeildinni á síðasta tímabili með 113 mörk í 18 leikjum ásamt því að vera markahæst í deildinni tímabilið 2017-2018. Hún hefur tvisvar sinnum orðið Íslandsmeistari og bikarmeistari með Fram. Ragnheiður er í kvennalandsliði Íslands í handknattleik og hefur hún leikið 25 landsleiki og skorað í þeim 24 mörk. Kvennalandsliðið hefur verið að æfa saman sl. daga og ætlar Ragnheiður að sýna fylgjendum ÍSÍ á Instagram frá æfingu landsliðsins ásamt því hvernig venjulegur dagur í lífi handknattleiksstjörnu er. 

Instagram ÍSÍ má sjá hér.