Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.08.2020 - 26.08.2020

Ársþing BSÍ

Ársþing Badmintonsambands Íslands verður...
5

ÍSÍ fréttir - September 2019

09.09.2019

Í dag kemur út nýtt blað af ÍSÍ fréttum. Konur eru áberandi í blaðinu að þessu sinni, en í blaðinu má lesa viðtöl við íslenskar afreksíþróttakonur og Ólympíufara og afreksíþróttakonu sem gegna stjórnarstörfum í dag. Íslenskt afreksíþróttafólk sem stefnir á Ólympíuleikana í Tókýó 2020 segir frá lífi sínu þessa dagana þegar að allt er lagt undir til þess að ná inn á leikana. Farið er yfir Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ og stórafmæli hlaupsins í ár, ásamt þeim fræðsluverkefnum sem næst eru á dagskrá hjá ÍSÍ. Ýmislegt fleira er í blaðinu sem gaman er að skoða.

Rafrænu útgáfu blaðsins má sjá hér á Issuu-síðu ÍSÍ.