Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

18.04.2024 - 18.04.2024

Ársþing ÍA 2024

Ársþing Íþróttabandalags Akraness (ÍA) verður...
18.04.2024 - 18.04.2024

Ársþing ÍS 2024

Ársþing Íþróttabandalags Suðurnesja (ÍS)...
18

Sumarfjarnámi í þjálfaramenntun ÍSÍ lokið

31.08.2015

Sumarfjarnámi á 1. og 2. stigi þjálfaramenntunar ÍSÍ, almennum hluta, er nú lokið. Námið gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar.

Samtals luku ríflega 40 nemendur námi á 1. og 2. stigi á sumarönn. Nemendurnir eru búsettir mjög víða um land og koma úr fjölmörgum íþróttagreinum. Nemendurnir þurfa nú að sækja sérgreinaþátt námsins hjá viðkomandi sérsamböndum ÍSÍ til að ljúka viðkomandi stigi.

Allir nemendur 1. stigs fá þjálfaraskírteini sent á heimilisfang. Inn á það skírteini eiga allar upplýsingar að fara s.s. upplýsingar um sérgreinanámið, þjálfunarreynslu og staðfestingu á skyndihjálparnámskeiði. Nemendur 2. stigs þurfa að koma með skírteini sitt frá 1. stiginu til ÍSÍ til að fá staðfestingu á 2. stiginu sett inn. Þeir nemendur þurfa að hafa sex mánaða starfsreynslu og gilt skyndihjálparnámskeið til að ljúka 2. stigi almenns hluta.

Haustfjarnám í þjálfaramenntun ÍSÍ verður auglýst á næstu dögum, m.a. hér á vefsíðu ÍSÍ.

Allar frekari upplýsingar um þjálfaramenntun ÍSÍ veitir

Viðar Sigurjónsson, skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri
Sími 514-4000 / 460-1467
vidar@isi.is