Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

23

Vetrarólympíuleikarnir í Peking 2022

31.07.2015

Alþjóða ólympíunefndin tilkynnti í dag að Vetrarólympíuleikar ungmenna árið 2020 yrðu í Lausanne í Sviss og að Vetr­arólymp­íu­leik­arn­ir árið 2022 yrðu haldn­ir í kín­versku höfuðborg­inni Pek­ing.

Pek­ing sigraði kasösku borg­ina Almaty í kosn­ingu um keppn­is­stað, en áður höfðu Ósló, Stokk­hólm­ur, Kra­ká og Lviv dregið sig út af stjórn­mála­leg­um eða fjár­hags­leg­um ástæðum. Sumarólympíuleikarnir árið 2008 fóru fram í Peking og þar með verður Peking fyrsta borg­in til þess að halda Ólymp­íu­leika bæði að sumri og vetri til.

Pek­ing þótti sam­kvæmt rök­stuðningi Alþjóða ólymp­íu­nefnd­ar­inn­ar áhættu­minni vett­vang­ur en Almaty til þess að halda leik­ana vegna fyrri reynslu af því að halda Ólympíuleika. Auk þess er talið að Pek­ing bjóði upp á meiri mögu­leika til þess að markaðssetja þær grein­ar sem verða á dag­skrá leik­anna. Þá þótti sterk­ur efna­hag­ur Kína auka lík­ur á því að glæsi­lega yrði staðið að leik­un­um.

Vetrarólympíuleikar ungmenna munu fara fram í Lausanne í Sviss 2020. Lausanne sigraði rúmensku borgina Brasov í kosningu um keppnisstað.

Vetrarólympíuleikar ungmenna (The Winter Youth Olympic Games, WYOG) eru ætlaðir fyrir ungt afreksfólk í íþróttum á aldrinum 15 til 18 ára. Fyrstu Vetrarólympíuleikar ungmenna fóru fram í janúar 2012 í Innsbruck í Austurríki og þeir næstu munu fara fram 12. - 21. febrúar 2016 í Lillehammer í Noregi.

Myndir með frétt