Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

10

Gestir boðnir velkomnir í Evrópuleikaþorpið

11.06.2015Þátttakendur á fyrstu Evrópuleikunum sem fram fara í Baku í Azerbaijan 12.-28. júní n.k. streyma nú í Evrópuleikaþorpið. Fyrr í dag var haldin athöfn þar sem allir íbúar voru boðnir velkomnir. Komið var með kyndil sem farið hefur um allt landið og notaður verður til að tendra Evrópuleikaeldinn. Einnig voru þjóðleg dansatriði að Azerbaijönskum sið auk tónlistar. Við athöfnina voru þau Telma Frímannsdóttir keppandi í karate og þjálfari hennar Gunnlaugur Sigurðsson. Keppendur í fimleikum fengu úthlutað æfingatíma einmitt á sama tíma svo þau voru vant við látin. Í kvöld fjölgar Íslendingum í þorpinu þegar bogfimiþátttakendur mæta. Á morgun verða svo leikarnir settir formlega, Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri og Lárus Blöndal forseti ÍSÍ verða viðstödd setningarhátíðina.

Myndir með frétt