Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

02.10.2020 - 03.10.2020

Ársþing FRÍ 2020

Ársþing Frjálsíþróttasambands Íslands verður...
22

Fræðslufundur um kynferðislega áreitni

24.04.2013

Dr. Celia Brackenridge hélt fræðslufund um kynferðislega áreitni og misnotkun í íþróttum í E-sal Íþróttamiðstöðvarinnar í dag.

Celia er sérfræðingur um þetta málefni og hefur unnið fyrir stofnanir eins og FIFA, UNICEF og Alþjóðaólympíuhreyfinguna og er koma hennar til landsins mikill hvalreki fyrir íþróttahreyfinguna. Í fyrirlestri sínum minntist hún á að rannsóknir sýndu að kynferðisleg áreitni fyrirfinndist í öllum íþróttagreinum og hún ykist eftir því sem íþróttamaðurinn næði lengra í greininni. Hún talaði einnig um mikilvægi tilkynningarskildunnar og að íþróttaþjálfarar eða forystumenn vissu hvert ætti að tilkynna. Hafin er vinna við gerð aðgerðaráætlunar um málefnið í samstarfi við ÍBR.

Myndir með frétt