Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

18.04.2024 - 18.04.2024

Ársþing ÍA 2024

Ársþing Íþróttabandalags Akraness (ÍA) verður...
18.04.2024 - 18.04.2024

Ársþing ÍS 2024

Ársþing Íþróttabandalags Suðurnesja (ÍS)...
18

Ársþing ÍA

23.04.2013

69. Ársþing Íþróttabandalags Akraness fór fram þann 18. apríl síðastliðinn.  Þingið var nokkuð vel sótt og alls mættu 25 fulltrúar frá 10 aðildarfélögum ÍA.

Í ræðu sinni fór Sturlaugur Sturlaugsson formaður ÍA yfir það helsta í starfi íþróttahreyfingarinnar á Akranesi á liðnu ári.  Lögð var fram ársskýrsla ÍA fyrir árið 2012 og farið var yfir ársreikninga bandalagsins. Heildarvelta íþróttahreyfingarinnar á Akranesi á árinu 2012 var rúmlega 276 m.kr og reksturinn í ágætis jafnvægi. Tap var á rekstri Íþróttabandalagsins uppá um 1,1 m.kr. Tapið er einkum tilkomið vegna framkvæmda við þrek- og fundarsal ÍA.

Hörður Jóhannesson gerði grein fyrir tillögum laganefndar á heildarendurskoðun á lögum ÍA. Samþykkt var að vinna áfram með þessar tillögur og leggja þær fyrir laganefnd ÍSÍ. Sturlaugur Sturlaugsson var endurkjörinn sem formaður ÍA, framkvæmdastjórn ÍA er óbreytt nema að því leiti að Hildur Karen Aðalsteinsdóttir gekk úr stjórn eftir að hafa starfað í framkvæmdastjórninni síðan 2007.  Hennar sæti tók Sigríður Ragnarsdóttir.

Fulltrúar ÍSÍ voru þær Helga Steinunn Guðmundsdóttir ritari ÍSÍ og Helga H. Magnúsdóttir úr framkvæmdastjórn. Helga Steinunn ávarpaði þingið og hrósaði hún ÍA fyrir öflugt starf. Lýsti hún ánægju sinni með ársskýrslu ÍA og ekki síst tölfræðiupplýsingarnar sem þar væri að finna. Þær væru hreyfingunni mikilvægar í samskiptum hennar við ríkisvald og sveitarfélög.