Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

29

Áhugaverður fyrirlestur Tomasar Peterson

18.02.2013

ÍSÍ og Íþrótta- og heilsufræðibraut HÍ stóðu í dag fyrir hádegisfundi þar sem Tomas Peterson prófessor í íþróttafélagsfræði flutti erindi um rannsóknir sínar á getu- og aldurstengdum árangri unglinga í íþróttum.
Tomas gerði langtímarannsókn þar sem hann fylgdi árgangi í knattspyrnu frá 13 ára aldri og upp í 25 ára aldur af báðum kynjum og skoðaði hvað réði því að þau hlutu náð fyrir augum liðsþjálfara og svo landsliðsþjálfurum Svía. Það sýndi sig að þau sem voru fædd snemma á árinu voru mun líklegri til að komast í fyrsta landsliðshópinn (U15) en þau sem voru fædd síðar á árinu og þau sem voru valin í upphafi, héldu sig inni í landsliðshópunum. Með þessu fyrirkomulagi vildi Tomas meina að þau sem eru fædd snemma á árinu og/eða eru bráðþroska væru frekar valin en þeir sem þroskað síðar ættu litla sem enga möguleika. Það væri því mikilvægt að horfa í fleiri þætti en eingöngu stærð og þroska. Í lokin varpaði hann þeirri spurningu fram hvort að það ættu jafnvel ekki að vera landslið í íþróttum fyrr en um 20 ára aldur, þegar stærð og þroski hafa jafnast út.

Fyrirlesturinn var vel sóttur og nokkrar umræður sköpuðust í lokin.  

Myndir með frétt