Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.08.2020 - 26.08.2020

Ársþing BSÍ

Ársþing Badmintonsambands Íslands verður...
5

2019 Minsk

 

Evrópuleikarnir fóru fram í Minsk í Hvíta-Rússlandi
21. júní - 30. júní 2019.
Keppt var í 23 íþróttagreinum 15 sérsambanda.
Keppendafjöldi var um 4.000 frá 206 löndum.

Íslenskir þátttakendur á Evrópuleikunum í Minsk.

Vefsíða Evrópuleikanna í Minsk 2019
Facebook síða leikanna
Instagram síða leikanna

 
13.06.2015

Forseti ÍSÍ veitir verðlaun á Evrópuleikunum

Forseti ÍSÍ veitir verðlaun á EvrópuleikunumLárus L. Blöndal forseti ÍSÍ afhenti verðlaun í tveimur þyngdarflokkum karla í grísk-rómverskri glímu á Evrópuleikunum í Baku í Azerbaijan í dag. Verðlaunapeningar leikanna eru hannaðir af skartgripafyrirtækinu Adamas, í samstarfi við listakonuna Nargiz Huseynova. Fallegt mynstrið á framhlið peninganna er einkennandi fyrir Azerbaijan, sem hýsir þessa fyrstu Evrópuleika. Á bakhlið peninganna er svo merki Evrópusambands ólympíunefnda.
Nánar ...
13.06.2015

Bakú 2015 - Íslendingar hefja keppni

Bakú 2015 - Íslendingar hefja keppniÁ morgun sunnudaginn 14. júní hefja íslenskir keppendur leik á Evrópuleikunum í Bakú. Telma Rut Frímannsdóttir keppir fyrst Íslendinga en bardagi hennar á móti Elena Quirici frá Sviss hefst kl. 11:12 að staðartíma.
Nánar ...
12.06.2015

Evrópuleikarnir settir í kvöld

Evrópuleikarnir settir í kvöldFyrstu Evrópuleikarnir verða settir í kvöld í Baku í Azerbaijan við hátíðlega athöfn. Leikarnir munu standa frá 12. - 28. júní og eru keppnisdagarnir á leikunum sautján. Um 6.000 keppendur og 3.000 aðstoðarmenn munu taka þátt og keppt er í íþróttagreinum tuttugu alþjóðlegra sérsambanda.
Nánar ...
27.04.2015

Evrópuleikar – Baku 2015

Á fundi framkvæmdastjórnar ÍSÍ, fimmtudaginn 16. apríl sl. var fjallað um þátttöku Íslands á Evrópuleikunum í Baku í Azerbaijan. Í fjölmörgum íþróttagreinum hafa íslenskir keppendur unnið sér inn keppnisrétt og hafa formleg erindi borist til ÍSÍ og sérsambanda vegna þessa.
Nánar ...
10.04.2015

63 dagar til Evrópuleika

63 dagar til EvrópuleikaFyrstu Evrópuleikarnir fara fram í Baku í Azerbaijan dagana 12. til 28. júní 2015. Í dag eru 63 dagar til leikanna. Það kemur í ljós á næstu vikum hverjum, og úr hvaða greinum, tekst að tryggja sér þátttökurétt á leikunum.
Nánar ...
04.03.2015

100 dagar til Evrópuleika í Baku

100 dagar til Evrópuleika í BakuFyrstu Evrópuleikarnir fara fram í Baku í Azerbaijan dagana 12. til 28. júní 2015. Í dag eru 100 dagar til leika og haldið verður upp á það um alla Evrópu. Evrópskar ólympíunefndir vekja athygli á deginum hver með sínum hætti. Staðan er misjöfn milli greina hvort búið sé að velja þátttakendur eða ekki.
Nánar ...