Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.08.2020 - 26.08.2020

Ársþing BSÍ

Ársþing Badmintonsambands Íslands verður...
5

2019 Minsk

 

Evrópuleikarnir fóru fram í Minsk í Hvíta-Rússlandi
21. júní - 30. júní 2019.
Keppt var í 23 íþróttagreinum 15 sérsambanda.
Keppendafjöldi var um 4.000 frá 206 löndum.

Íslenskir þátttakendur á Evrópuleikunum í Minsk.

Vefsíða Evrópuleikanna í Minsk 2019
Facebook síða leikanna
Instagram síða leikanna

 
19.07.2018

1000 lyfjapróf á Evrópuleikunum 2019

1000 lyfjapróf á Evrópuleikunum 2019Evrópusamband Ólympíunefnda (EOC) hefur nú gefið út að á næstu Evrópuleikum árið 2019 í Minsk í Hvíta-Rússlandi verði framkvæmd að minnsta kosti 1000 lyfjapróf á íþróttafólki sem tekur þátt í leikunum. Evrópuleikarnir munu fara fram í annað sinn árið 2019, en fyrstu Evrópuleikarnir fóru fram í Bakú í Azerbaijan í júní árið 2015.
Nánar ...
21.06.2018

Ár í Evrópuleika

Ár í EvrópuleikaEvrópuleikarnir 2019 fara fram í borginni Minsk í Hvíta-Rússlandi þann 21.-30. júní. Leikarnir eru haldnir á vegum Evrópusambands Ólympíunefnda (EOC). Ýmis stórmót hafa verið haldin í Minsk síðastliðin ár og eru íþróttaleikvangar og aðrar aðstæður til íþróttakeppni til fyrirmyndar. Keppt verður í 23 íþróttagreinum 15 alþjóðasambanda á leikunum, en samtals fara fram 198 viðburðir á meðan á leikunum stendur.
Nánar ...
28.06.2017

Evrópuleikarnir 2019

Evrópuleikarnir 2019Borgin Minsk í Hvíta-Rússlandi virðist vera vel í stakk búin til þess að halda Evrópuleikana 2019. Nokkur stórmót hafa verið haldin í Minsk síðastliðin ár, meðal annars ýmis Heimsmeistaramót og Evrópumeistaramót og eru íþróttaleikvangar og aðrar aðstæður til íþróttakeppni til fyrirmyndar.
Nánar ...
26.10.2016

Evrópuleikarnir í Minsk

Evrópuleikarnir í MinskEvrópuleikarnir 2019 munu fara fram í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, árið 2019. Leikarnir munu þá fara fram í annað sinn, en fyrstu Evrópuleikarnir fóru fram í Bakú í Azerbaijan í júní árið 2015. Leikarnir eru haldnir á vegum Evrópusambands ólympíunefnda (EOC). Sú ákvörðun að Minsk yrði gestgjafi leikanna var tekin þann 21. október sl. á 45. ársþingi Evrópusambands ólympíunefnda í Minsk. Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ og Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ voru á meðal þeirra sem sátu ársþingið.
Nánar ...
13.06.2016

Ár frá fyrstu Evrópuleikunum

Evrópuleikar voru haldnir í fyrsta sinn í Baku í Azerbaijan fyrir ári síðan. Leikarnir stóðu frá 12. - 28. júní og var framkvæmd og umgjörð leikanna til fyrirmyndar.
Nánar ...
28.06.2015

Lokahátíð á Evrópuleikum

Lokahátíð á EvrópuleikumÍ kvöld fer fram lokahátíð Evrópuleikanna í Bakú. Má búast við að hún verði glæsileg, enda hefur ekki verið sparað við mannvirki og viðburði á þessum fyrstu Evrópuleikum. Kári Gunnarsson, badmintonmaður, verður fánaberi Íslands á hátíðinni í kvöld.
Nánar ...
27.06.2015

Keppni lokið hjá Íslendingum í Bakú

Keppni lokið hjá Íslendingum í BakúÍ dag, laugardaginn 27. júní, luku Íslendingar keppni á Evrópuleikunum í Bakú. Síðasti keppandi Íslands var Bryndís Bolladóttir sem keppti í 50m flugsundi. Synti hún á 29.43 sek. og varð fjórða í sínum riðli, og í 39. sæti af 50. keppendum.
Nánar ...
23.06.2015

Sundkeppnin hafin á Evrópuleikunum

Sundkeppnin hafin á EvrópuleikunumÍ morgun hófst keppni í sundi á Evrópuleikunum í Bakú. Keppnin er jafnframt Evrópumeistaramót unglinga í sundi og þar keppa margir af efnilegustu sundmönnum álfunnar. Ísland á fimm keppendur í sundi á leikunum og kepptu þau öll í morgun.
Nánar ...
22.06.2015

Evrópuleikar í Bakú

Evrópuleikar í BakúSíðustu íslensku keppendurnir mættir til Bakú og Sara Högnadóttir sigrar í fyrsta leik í einliðaleik kvenna.
Nánar ...