Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

07.05.2024 - 07.05.2024

Ársþing HSV 2024

Ársþing Héraðssambands Vestfirðinga (HSV)...
27

Sveinbjörg Rut Pétursdóttir nýr formaður USVH

21.03.2024

 

Ungmennasamband Vestur – Húnvetninga hélt ársþing sitt í félagsheimilinu á Hvammstanga þriðjudaginn 19. mars síðastliðinn.  Góð mæting var á þingið, alls voru 23 þingfulltrúar mættir af 27 mögulegum.  Þingforseti var Sigríður Ólafsdóttir og leysti hún það verkefni með miklum sóma. Sara Ólafsdóttir var funarritari með aðstoð Elísu Ýr Sverrisdóttur, meðstjórnanda USVH.

Þó nokkrar tillögur lágu fyrir þinginu og voru þær allar samþykktar, sumar þó með lítilsháttar breytingum eftir umræður í nefndum.  Þingið samþykkti m.a. hvatningartillögu um að aðildarfélög USVH sæki um viðurkenningu til ÍSÍ sem Fyrirmyndarfélög ÍSÍ enda er USVH Fyrirmyndarhérað ÍSÍ.  Því tengdu var einnig samþykkt tillaga um að félögin setji sér siðareglur og taki upp samræmda viðbragðsáætlun íþrótta- og æskulýðsstarfs. 

Reikningar sambandsins voru samþykktir samhljóða sem og fjárhagsáætlun. Fundargerð þingsins má finna á heimasíðu USVH.

Nýja stjórn USVH skipa þau Sveinbjörg Rut Pétursdóttir formaður sem var kjörin á þessu þingi, Halldór Sigfússon varaformaður, Ómar Eyjólfsson gjaldkeri, Sara Ólafsdóttir ritari og Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir meðstjórnandi. 

Fulltrúi ÍSÍ á þinginu var Viðar Sigurjónsson, sérfræðingur á stjórnsýslusviði ÍSÍ.

Fleiri myndir og ítarlegri frétt af þinginu má finna á heimasíðu USVH.

Myndir með frétt