Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

16.05.2024 - 16.05.2024

Ársþing FSÍ 2024

Ársþing Fimleikasambands Íslands (FSÍ) verður...
13

Íslenskt íþróttafólk stóð sig mjög vel um helgina

11.12.2023

 

Um helgina var afar góð helgi hjá íslensku íþróttafólki víðs vegar um heiminn.

Anton Sveinn McKee tók þátt í 200 metra bringusundi í 25 metra laug á Evrópumótinu í Otopeni í Rúmeníu.  Hann stóð sig afar vel og hlaut silfurverðlaun eftir að hafa verið í hörkubaráttu um forystuna allt sundið.  Hann var aðeins 33/100 úr sek­úndu á eft­ir Ca­sp­ar Cor­beau frá Hollandi þegar hann synti á 2:02,74 sek­únd­um.  Anton Sveinn hefur nú þegar tryggt sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum sem fara fram í París á næsta ári.   

Snæfríður Sól Jórunnardóttir stóð sig einnig vel er hún synti í 100 metra skriðsund á sama móti á nýju Íslandsmeti.  Hún synti á 53,11 sek en gamla metið hennar var 53,19 sek. Snæfríður hafnaði í níunda sæti í sundinu.  Hún keppti til úrslita í 200 metra skriðsundi og endaði í sjöunda sæti.  
Nánari frétt um íslenska sundfólkið má finna á heimasíðu Sundsambands Íslands.

Eygló Fanndal Sturludóttir tók þátt í heimsbikarmótinu í lyftingum í Katar.  Hún sigraði B-hóp, endaði í 11.sæti ásamt því að setja fjögur ný Íslandsmet og jafna Norðurlandamet í snörun og jafnhendingu.  Þessi góði árangur styrkir stöðu hennar á úrtökulistanum fyrir Ólympíuleikana sem verða í júlí í París á næsta ári.  
Nánari frétt má finna á heimasíðu Lyftingarsambandsins.

Kristín Þórhallsdóttir stóð sig líka vel um helgina þegar hún keppti á Evrópumótinu í klassískum kraftlyftingum.  Kristín, sem er núverandi Evrópumethafi í hnébeygju, fékk bronsverðlaun á mótinu fyrir samanlagðan árangur.  Hún kemur þó heim með fleiri verðlaun því hún fékk silfur í hnébeygju og brons í bekkpressu. Hún náði ekki að klára síðustu lyftuna sína í réttstöðulyftu og missti af verðlaunum í þeirri grein keppninnar.
Nánari frétt má finna á heimasíðu Kraftlyftingasambandsins.

Myndir voru fengnar af heimasíðum sérsambandanna.

ÍSÍ óskar öllum keppendum til hamingju með flottan árangur um helgina.

 

Myndir með frétt