Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

18

Heimsókn í sendiráð Íslands í París

19.05.2023

 

Í tengslum við fund EOC í París á dögunum heimsóttu fulltrúar ÍSÍ sendiráð Íslands í París og áttu þar góðan fund. Sumarólympíuleikarnir 2024 fara fram í París og margvíslegur undirbúningur er nú þegar hafinn.  
Sendiráðið er staðsett í fallegri byggingu við Victor Hugo stræti, og þar tók Unnur Orradóttir Ramette sendiherra á móti hópnum ásamt Unu Jóhannsdóttir, sendiráðunaut og Berglindi Bragadóttur stjórnarráðsfulltrúa. 

Rætt var um hlutverk sendiráðsins á meðan á Ólympíuleikunum stendur, undirbúning og samvinnu. Fulltrúar ÍSÍ fóru yfir ýmis atriði sem snúa að íslenska hópnum og mikilvægi þess að búa til íslenska umgjörð í kringum þátttakendur á  leikunum sem og þeirra Íslendinga sem munu heimsækja leikanna. Sendiráð Íslands gegna ætíð mikilvægu hlutverki í aðdraganda Ólympíuleika sem og á meðan á Ólympíuleikum stendur, bæði með fjölbreyttri aðstoð í tengslum við ferðir og dvöl háttsettra ráðamanna Íslands í viðkomandi landi í tengslum við viðburði leikanna, við kynningu á landi og þjóð við ýmis tækifæri er tengjast leikunum og með ýmsum stuðningi við íslenska hópinn.

Á myndinni eru frá vinstri, Una Jóhannsdóttir, Vésteinn Hafsteinsson, Lárus L. Blöndal, Unnur Orradóttir Ramette og Andri Stefánsson.