Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

19

Kynning á íslenska forvarnarmódelinu og starfi íþróttafélaga

11.05.2023

 

Fjölmennur hópur frá Washington fylki í Bandríkjunum kom í heimsókn í Íþróttamiðstöðina í Laugardal til að fræðast um uppbyggingu íþróttahreyfingarinnar á Íslandi, íþróttir barna og unglinga og hlut íþrótta í íslenska forvarnarmódelinu.  Hópurinn samanstóð af fulltrúum sex frumbyggjahópa og nokkrum ríkisstarfsmönnum Washington fylkis auk Margrétar Lilju Guðmundsdóttur og Jóns Sigfússonar frá ráðgjafafyrirtækinu Planet Youth.  

 
Ragnhildur Skúladóttir, sviðsstjóri Fræðslu- og almenningsíþróttasviðs ÍSÍ, og Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ, tóku á móti hópnum og héldu erindi um íþróttahreyfinguna, sérstöðu íþrótta barna og unglinga
, Ánægjuvogina sem Rannsóknir og greining framkvæmir fyrir ÍSÍ og UMFÍ.  Auður fjallaði svo um skipulag íþróttahreyfingarinnar, áherslur UMFÍ ásamt verkefnum þess, samstarfi og stuðningi við sambandsaðila.  

Myndir með frétt