Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

18

Heiðurskrossar og Gullmerki veitt á 76. Íþróttaþing ÍSI

05.05.2023

 

Við þingsetningu á 76. Íþróttaþingi ÍSÍ í dag voru veittar heiðursveitingar til forystufólks úr íþróttahreyfingunni.

Framkvæmdastjórn ÍSÍ samþykkti einróma að sæma Líneyju Rut Halldórsdóttur fyrrverandi framkvæmdastjóra ÍSÍ Gullmerki ÍSÍ fyrir frábær störf í þágu ÍSÍ og íþróttanna í landinu.

Einnig var einróma samþykkt af framkvæmdastjórn ÍSÍ að sæma þrjá einstaklinga Heiðurskrossi ÍSÍ fyrir frábært og langvarandi starf í þágu íþróttahreyfingarinnar; Ester Jónsdóttur, Hlín Ástþórsdóttur og Svan M. Gestsson.  

Ester Jónsdóttir gegndi leiðtogastörfum hjá Breiðabliki um langt skeið og hún sat í stjórn Ungmennasambands Kjalarnesþings í yfir 20 ár. Ester hlaut Gullmerki ÍSÍ árið 2002.

Hlín Ástþórsdóttir var stjórnarmaður í Sundsambandi Íslands í 16 ár, þar af síðustu 11 ár sem varaformaður. Hún var einnig starfsmaður Sundsambandsins um árabil. Hlín hlaut Gullmerki ÍSÍ árið 2017.

Svanur M. Gestsson var formaður knattspyrnudeildar Umf. Aftureldingar um tíma og sat í stjórn UMSK í 25 ár, þar af sjö ár sem formaður. Hann hefur einnig verið virkur í sjálfboðaliðastörfum fyrir Knattspyrnufélagið Val. Svanur hlaut Gullmerki ÍSÍ árið 1997.

ÍSÍ óskar öllum Gullmerkis- og Heiðurskrosshöfunum innilega til hamingju með heiðursviðurkenninguna og þakkar þeim fyrir þeirra frábæru störf í þágu íþróttanna.

Myndir með frétt