Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

15

Yfirlýsing

11.06.2019
Vegna umræðu um Kvennahlaupsboli og tengingu forsvarsmanns framleiðanda við dæmdan kynferðisbrotamann, vill ÍSÍ koma eftirfarandi á framfæri.

Bolakaup vegna Kvennahlaupsins, eins og öll stærri innkaup hjá ÍSÍ, voru sett í opið útboð. Starfsemi ÍSÍ er að stórum hluta rekin með opinberum styrkjum og okkur ber skylda til að fara eins vel með það fé og mögulegt er. Henson Sports ehf. var með lægsta tilboðið í útboðinu og var því tekið. Okkur þykir mjög miður að þetta hafi valdið óþægindum eða sársauka en það var aldrei ætlun okkar. 

Við vonum að þetta komi ekki til með að skyggja á hlaupið og þá frábæru samstöðu kvenna sem hefur alltaf einkennt það.