Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

09.02.2018 - 25.02.2018

PyeongChang 2018

Vetrarólympíuleikarnir árið 2018 fara fram...
10.02.2018 - 10.02.2018

Ársþing KSÍ

Ársþing Knattspyrnusambands Íslands verður...
10.03.2018 - 10.03.2018

Ársþing HSK 2018

Ársþing Héraðssambandsins Skarphéðins verður...
20

Vetrarleikar - YOWG

Ólympíuleikar ungmenna (The Youth Olympic Games, YOG) eru ætlaðir fyrir ungt afreksfólk í íþróttum á aldrinum 14 til 18 ára. Keppt er í mörgum greinum og skiptast leikarnir í sumarleika og vetrarleika eins og Ólympíuleikar fullorðinna. Hugmyndina á Jacues Rogge forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar og var hún kynnt til sögunnar árið 2001. Árið 2007 var ákveðið að koma á fót Ólympíuleikum ungmenna og fóru fyrstu leikarnir fram árið 2010 í Singapore. 
 
Vetrarleikarnir standa yfir að hámarki í 9 daga. Hámarksfjöldi þátttakenda á leikunum eru 970 íþróttamenn og 580 dómarar. Fyrstu vetrarleikarnir fóru fram í janúar 2012 í Innsbruck í Austurríki.


11.02.2016

Íslenski hópurinn kominn til Lillehammer

Íslensku þátttakendurnir á Vetrarólympíuleikum ungmenna ​eru komnir til Lillehammer í Noregi. Í dag verða keppendurnir við æfingar en í kvöld fer fram móttökuathöfn í Ólympíuþorpinu þar sem keppendur og föruneyti verða boðin velkomin til leikanna.
Nánar ...
15.01.2016

Vetrarólympíuleikar ungmenna - Lillehammer 2016

Þann 12. febrúar nk. verða aðrir Vetrarólympíuleikar ungmenna formlega settir í Lillehammer í Noregi. Framkvæmdastjórn ÍSÍ hefur staðfest tilnefningu SKÍ um keppendur á leikunum sem og endanlegan hóp þátttakenda á leikunum.
Nánar ...
03.12.2015

Kyndill Ólympíuleika ungmenna hefur för sína um Noreg

Þann 1. desember fór fram athöfn á Panathenaic leikvanginum í Aþenu í Grikklandi, en þá var kveikt á kyndli Ólympíuleika ungmenna. Leikarnir fara fram í Lillehammer í Noregi í febrúar 2016. Markar þetta upphafið að kyndilhlaupi sem fram fer um allan Noreg, en kyndillinn mun heimsækja öll 19 héruð Noregs, meðal annars til að vekja athygli á íþróttum ungmenna.​
Nánar ...
05.11.2015

Vetrarólympíuleikar ungmenna #iLoveYOG

Alþjóðaólympíunefndin hefur hrundið af stað samfélagsmiðlaherferð í tengslum við næstu Vetrarólympíuleika ungmenna með myllumerkinu #iLoveYOG. Vetrarólympíuleikar ungmenna munu fara fram í annað sinn 12. – 21. febrúar 2016 í Lillehammer í Noregi. Eitt stærsta nafnið í vetraríþróttaheiminum, listskautakonan Yuna Kim, eða "Drottningin
Nánar ...
28.04.2015

Þrautabraut 2015

Íþrótta- og Ólympíusambandið og Íshokkísamband Íslands stóðu sameiginlega að keppni í þrautabraut í íshokkíi í gær. Keppnin var úrtökumót fyrir undankeppni í þrautabraut fyrir Ólympíuleika ungmenna í Lillehammer.
Nánar ...