Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
20

Heidursholl_Johannes.jpg (228143 bytes)

Jóhannes Jósefsson

Jóhannes Jósefsson glímukappi var útnefndur í Heiðurshöll ÍSÍ á 71. Íþróttaþingi ÍSÍ þann 20. apríl árið 2013.

Jóhannes fæddist 28. júlí árið 1883 og lést 5. október árið 1968. Hann var Glímukóngur Íslands árin 1907 og 1908 og fyrsti Íslendingurinn sem keppti á Ólympíuleikunum.

Jóhannes var í fararbroddi við mótun íþrótta- og æskulýðsstarfs í upphafi tuttugustu aldarinnar. Hann stofnaði fyrsta ungmennafélagið á Íslandi. Hann ferðaðist um allt land og hvatti æsku Íslands til þess að stunda íþróttir og efla sál og líkama. Hann var einn af hvatamönnum stofnunar Ungmennafélags Íslands og jafnframt fyrsti formaður þess, árið 1907.

Jóhannes fór fyrir hópi íslenskra glímumanna sem héldu sýningu á Ólympíuleikunum í London árið 1908 auk þess að taka þátt í grísk-rómversku glímunni undir fána Dana, en árið áður hafði hann lagt besta mann Dana í sínum þyngdarflokki í Kaupmannahöfn og þannig unnið sér inn þátttökurétt. Hann fór alla leið í fjórðungsúrslit en þegar þar var komið sögu viðbeinsbrotnaði hann og varð að hætta keppni.

Í kjölfarið af þátttöku Jóhannesar á Ólympíuleikunum árið 1908 gat hann sér frægðarorð, ásamt nokkrum félögum sínum, í fjölleikahúsum vestan hafs og austan með sýningu í fangbrögðum. Sumir gætu sagt að hann hafi verið fyrsti atvinnumaður Íslendinga í íþróttum.

Það er ÍSÍ mikill heiður að útnefna Jóhannes Jósefsson í Heiðurshöll ÍSÍ.

Myndasíða ÍSÍ - Jóhannes Jósefsson.