Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
3

19.02.2020

Íslenskt frjálsíþróttafólk í Bandaríkjunum

Íslenskt frjálsíþróttafólk í BandaríkjunumFjöldi íslensks frjálsíþróttafólks stundar nám og keppir fyrir bandaríska háskóla. Innanhúss tímabilið þar er nú í fullum gangi og er okkar fólk að gera flotta hluti. Margir hafa verið að bæta sín persónulegu met, aldursflokkamet og færast ofar á íslenska afrekalistanum.
Nánar ...
19.02.2020

Felix - Starfsskýrsluskil

Felix - Starfsskýrsluskil​Opnað hefur verið fyrir skil á starfsskýrslum í Felix, félagakerfi ÍSÍ og UMFÍ. Samkvæmt 8. grein laga ÍSÍ þá þurfa allir sambandsaðilar ÍSÍ að skila inn starfsskýrslu til ÍSÍ fyrir 15. apríl ár hvert í gegnum Felix kerfið.
Nánar ...
19.02.2020

Merki Smáþjóðaleikanna í Andorra 2021

Merki Smáþjóðaleikanna í Andorra 2021Nýlega birti skipulagsnefnd Smáþjóðaleikanna í Andorra 2021 merki leikanna, sem munu fara fram í maí/júní 2021. Mun þetta vera í þriðja sinn sem Andorra heldur Smáþjóðaleika, en leikarnir fóru fram í Andorra árin 1991 og 2005. Keppnisgreinar á leikunum eru frjálsíþróttir, sund, júdó, skotíþróttir, tennis, borðtennis, körfuknattleikur, blak, strandblak, hjólreiðar, fimleikar, boules, karate og taekwondo.
Nánar ...
18.02.2020

Síðasti dagur í grunn- og framhaldsskólakeppni Lífshlaupsins

Síðasti dagur í grunn- og framhaldsskólakeppni LífshlaupsinsÍ dag er síðasti keppnisdagur í grunn- og framhaldsskólakeppni Lífshlaupsins. Nú er því tíminn fyrir nemendur á öllum stigum að ljúka sínum lokaspretti í Lífshlaupinu. ÍSÍ brýnir einnig fyrir öllum sem annast skráningar á hreyfingu að ljúka sínum innskráningarverkum sem fyrst þannig að engin hreyfing verði skilin eftir óskráð ef skólar eru t.d. í vetrarfríi.
Nánar ...
18.02.2020

Langar þig til Grikklands?

Langar þig til Grikklands?Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands auglýsir eftir einum þátttakanda til að vera fulltrúi ÍSÍ á námskeiði Alþjóðaólympíuakademíunnar (IOA) sem fram fer 23. maí til 3. júní bæði í Aþenu og í Ólympíu. Þemað í ár er ólympismi og húmanismi. Fræðslan fer fram í fyrirlestrum, hópavinnu, fræðsluferðum og með íþróttaþátttöku. Á hverju sumri býður IOA ungum þátttakendum á aldrinum 20-35 ára að taka þátt í tveggja vikna námskeiði þar sem þau fá fræðslu um ólympismann og Ólympíuhreyfinguna.
Nánar ...
13.02.2020

ÍSÍ lokað á morgun

ÍSÍ lokað á morgunAppelsínugular veðurviðvaranir hafa verið gefnar út í öllum landshlutum á morgun, föstudaginn 14. febrúar. ÍSÍ verður lokað á morgun, en hægt verður að ná í starfsfólk ÍSÍ í gsm síma þeirra, sjá hér.
Nánar ...
12.02.2020

Uppljóstrunarkerfi Lyfjaeftirlits Íslands

Uppljóstrunarkerfi Lyfjaeftirlits ÍslandsLyfjaeftirlit Íslands hefur tekið í notkun uppljóstrunarkerfi (e. whistleblower solution) til þess að stuðla betur að heiðarlegu og öruggu keppnis- og æfingaumhverfi í íþróttum. Kerfið er eingöngu ætlað til þess að tilkynna um möguleg brot á lyfjareglum í íþróttum, skv. Lögum ÍSÍ um lyfjamál og Alþjóðalyfjareglunum. Það felur í sér m.a.:
Nánar ...
11.02.2020

Íshokkí - Global Girls Game 2020

Íshokkí - Global Girls Game 2020Þann 9. febrúar sl. fór fram viðburður sem nefnist Global Girls Game í Skautahöllinni í Laugardal og var á vegum íshokkídeildar Skautafélags Reykjavíkur (SR). Global Girls Game er alþjóðlegur íshokkíleikur kvenna, spilaður í 34 löndum um allan heim sömu helgina. Bláir keppa á móti hvítum, stigin eru tekin saman og birt jafnóðum á vef Alþjóða íshokkísambandsins. Markmiðið með viðburðunum um heim allan er að vekja athygli á íshokkí kvenna. Frú Eliza Reid forsetafrú opnaði leikana með því að kasta viðhafnarpökki við upphaf leiksins.
Nánar ...