Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

7

30.04.2020

450 milljón króna fjárframlag til íþróttastarfs

450 milljón króna fjárframlag til íþróttastarfs Fram kemur í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu í dag að Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands verði falið að úthluta 450 milljóna kr. stuðningi ríkisins til íþróttahreyfingarinnar til þess að mæta áhrifum COVID-19. Samningur þess efnis var undirritaður í gær. Stuðningur þessi byggir á þingsályktun um fjárfestingarátak stjórnvalda til að vinna gegn samdrætti í hagkerfinu í kjölfar heimsfaraldursins, sem samþykkt var á Alþingi þann 30. mars sl.
Nánar ...
30.04.2020

Setningarhátíð Hjólað í vinnuna 2020

Setningarhátíð Hjólað í vinnuna 2020Hjólað í vinnuna verður sett með hátíðlegum hætti miðvikudaginn 6. maí nk. kl. 8:30 í Þróttaraheimilinu í Laugardal. Flutt verða stutt og hressileg hvatningarávörp og mun uppistandarinn Jóhann Alfreð Kristinsson halda uppi stemningu. Setningarhátíð verkefnisins er aðeins fyrir boðsgesti.
Nánar ...
30.04.2020

UMFÍ frestar tveimur mótum

UMFÍ frestar tveimur mótumStjórn Ungmennafélags Íslands (UMFÍ) hefur ákveðið að fresta Landsmóti UMFÍ 50+ og Íþróttaveislu UMFÍ sem halda átti í júní í sumar. Nýjar dagsetningar verða tilkynntar um leið og þær liggja fyrir á vefsíðu UMFÍ, www.umfi.is. Unglingalandsmót UMFÍ er hins vegar enn á dagskrá og fer fram á Selfossi um verslunarmannahelgina.
Nánar ...
29.04.2020

Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda

Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarendaSáttmáli um gagnkvæman skilning atvinnubílstjóra og hjólreiðafólks í umferðinni kom út í maí 2019. Markmið sáttmálans er að auka gagnkvæman skilning og koma í veg fyrir slys og tryggja öryggi allra vegfarenda. Samhliða fjölgun hjólreiðafólks undanfarin ár hefur hjólreiðaslysum einnig fjölgað, svo þörfin fyrir sátt og samlyndi ólíkra hópa í umferðinni hefur aldrei verið brýnni. Sáttmálinn inniheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra eins og til dæmis um blinda svæði bílstjórans og hættuna fyrir hjólreiðafólk að fara yfir gatnamót. Fjölmörg fyrirtæki og hagaðilar hafa nú þegar innleitt sáttmálann og notað við fræðslu, þjálfun og öryggismiðlun sinna starfsmanna.
Nánar ...
29.04.2020

Íþróttaiðkun trans barna

Íþróttaiðkun trans barnaÚt er kominn bæklingur um íþróttaiðkun trans barna, en á síðustu árum hefur þó nokkur fjöldi barna á öllum aldri verið að stíga fram sem trans. Mikilvægt er að huga vel að aðgengi þessa hóps að íþróttastarfi, taka vel á móti þeim og huga vel að þeirra sérstöðu. Bæklingurinn er hugsaður til upplýsinga fyrir foreldra, þjálfara og aðra sem að íþróttastarfinu koma. Bæklingurinn var unnin m.a. í samstarfi við Samtökin 78, Trans Ísland og Trans vini. Bæklingurinn er fyrst og fremst leiðbeinandi og tekur til barna að 12 ára aldri eða fyrir kynþroska. Bæklinginn má nálgast í prentaðri útgáfu á skrifstofu ÍSÍ og í rafrænni útgáfu á vefsíðu ÍSÍ.
Nánar ...
28.04.2020

Opnunartími ÍSÍ

Opnunartími ÍSÍSkrifstofa ÍSÍ verður opin frá 10-14 virka daga í þessari viku, en lokað verður föstudaginn 1. maí.
Nánar ...
27.04.2020

Hjólað til betri heilsu

Hjólað til betri heilsuÁ vefsíðu Hjólað í vinnuna, www.hjoladivinnuna.is, er að finna ýmsan skemmtilegan fróðleik sem kann að nýtast þátttakendum í verkefninu Hjólað í vinnuna, sem hefst þann 6. maí nk. Meðal annars er þar hægt að sjá „Göngu- og hjólastígakort“, en þar er að finna tengingu inn á borgarvefsjá og aðra góða vefi þar sem hægt er að finna góðar hjólaleiðir. Einnig er hægt að lesa sér til um umferðaröryggi hjólreiðafólks, öryggisbúnað og fleira.
Nánar ...
27.04.2020

Vertu sterkur hlekkur í keðjunni

Vertu sterkur hlekkur í keðjunniSmáforritið Rakning C-19 er mikilvægur hlekkur í því viðamikla starfi sem er í gangi vegna Covid-19. Smáforritið hjálpar til við að greina ferðir einstaklinga síðustu 14 daga og rekja saman við ferðir annarra þegar upp kemur smit eða grunur um smit. Því fleiri sem sækja smáforritið, því betri og skilvirkari eru upplýsingarnar sem hægt er að vinna úr því. Smáforritið er bæði fyrir Android og iOS tæki og er opið öllum.
Nánar ...
24.04.2020

Æfingabingó og ratleikir hjá Þrótti

Æfingabingó og ratleikir hjá ÞróttiKnattspyrnudeild Þróttar hefur tekist vel til að koma æfingum til iðkenda sinna á meðan að skipulagðar æfingar falla niður. Til þess að halda sambandi við iðkendur nýtir Þróttur sér You-tube rás félagsins. Þar má sjá æfingamyndbönd fyrir iðkendur og alla sem vilja æfa sig heima. Fyrsta myndbandið sem sett var inn sýnir leikmenn úr meistaraflokki kvenna, Þórkötlu Maríu Hallsdóttur og Ólöfu Sigríði Kristinsdóttur, framkvæma þrjár útfærslur af heimsfrægum snúningum fótboltakappans Zinedine Zidane. Fleiri myndbönd má finna á síðunni, t.d. leiðbeiningar um hvernig fótboltagolf fer fram, gabbhreyfingar af gamla skólanum, hvernig taka á boltann af jörðinni og markmannsæfingar.
Nánar ...
21.04.2020

Íþróttastarf barna og ungmenna eftir 4. maí

Íþróttastarf barna og ungmenna eftir 4. maíÍ dag, 21. apríl, birti heilbrigðisráðherra nýja auglýsingu um takmörkun á samkomum vegna farsóttar. Takmörkun á samkomum tekur gildi 4. maí 2020 kl. 00.00 og gildir til 1. júní 2020 kl. 23.59. Stjórnvöld endurmeta þörf á takmörkuninni eftir því sem efni standa til, þ.e. hvort unnt sé að aflétta henni fyrr eða hvort þörf sé á að framlengja gildistíma hennar. Takmörkun á samkomum tekur til landsins alls.
Nánar ...