Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
20

29.12.2018

Íþróttamaður ársins 2018 - Sara Björk Gunnarsdóttir

Íþróttamaður ársins 2018 - Sara Björk GunnarsdóttirSara Björk Gunnarsdóttir landsliðsfyr­irliði í knatt­spyrnu og leikmaður Wolfs­burg í Þýskalandi var útnefnd Íþróttamaður ársins 2018 af Samtökum íþróttafréttamanna. Þetta var í sjöunda sinn sem Sara Björk var á topp tíu listanum og sagðist hún vera ánægð með að hafa loksins náð titlinum. Nánari upplýsingar um kjör íþróttamanns ársins eru aðgengilegar á heimasíðu Samtaka íþróttafréttamanna.
Nánar ...
29.12.2018

Hreinn í Heiðurshöll ÍSÍ

Hreinn í Heiðurshöll ÍSÍÍ kvöld, þann 29. desember, á hófi Íþróttamanns ársins, var Hreinn Halldórsson útnefndur í Heiðurshöll ÍSÍ. Hreinn er átjándi einstaklingurinn sem ÍSÍ útnefnir í höllina.
Nánar ...
27.12.2018

Íþróttamaður ársins 2018

Íþróttamaður ársins 2018Samtök íþróttafréttamanna og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands halda sameiginlegt hóf í tengslum við kjör Íþróttamanns ársins 2018. Hófið verður haldið þann 29. desember í Silfurbergi í Hörpu og hefst kl. 18:00.
Nánar ...
24.12.2018

Gleðileg jól

Gleðileg jólÍþrótta- og Ólympíusamband Íslands óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs með sérstakri þökk til sambandsaðila ÍSÍ og sjálfboðaliða í hreyfingunni fyrir samstarfið á árinu.
Nánar ...
22.12.2018

Íþróttamaður ársins 2018 - Topp tíu

Íþróttamaður ársins 2018 - Topp tíuSamtök íþróttafréttamanna og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands halda sameiginlegt hóf í tengslum við kjör Íþróttamanns ársins 2018. Hófið verður haldið þann 29. desember í Silfurbergi í Hörpu og hefst kl. 18:00.
Nánar ...
20.12.2018

Íþróttafólk sérsambanda heiðrað þann 29. desember

Íþróttafólk sérsambanda heiðrað þann 29. desemberSamtök íþróttafréttamanna og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands halda sameiginlegt hóf í tengslum við kjör Íþróttamanns ársins 2018. Hófið verður haldið þann 29. desember í Silfurbergi í Hörpu og hefst kl. 18:00. Dagskráin samanstendur af afhendingu viðurkenninga ÍSÍ til íþróttakvenna og íþróttamanna sérgreina íþrótta og kjöri Samtaka íþróttafréttamanna um Íþróttamann ársins 2018. Afhending viðurkenninga íþróttafólks sérsambanda fer fram í beinni útsendingu á RÚV2 frá kl. 18:00. Bein útsending frá kjöri íþróttamanns ársins fer fram frá kl. 19:40 á RÚV. Íþróttamaður ársins er nú kjörinn í 63. sinn en þjálfari og lið ársins í sjöunda sinn.
Nánar ...
18.12.2018

Næsta fjarnám í Þjálfaramenntun ÍSÍ

Næsta fjarnám í Þjálfaramenntun ÍSÍMenntakerfi ÍSÍ fyrir íþróttaþjálfara hefur verið til í fjölda ára og ásókn í námið hefur verið mikil. ÍSÍ heldur utan um þann hluta námsins sem gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar og sérgreinaþátturinn er svo á herðum sérsambanda ÍSÍ. Nemendur eru mjög ánægðir með námið og telja það frábæran kost til að styrkja þekkingu þeirra og hæfni sem þjálfara á hinum ýmsu aldursstigum. Hér að neðan eru dæmi um ummæli nemenda um námið og skipulag þess:
Nánar ...
14.12.2018

Íþróttamaður Þróttar Neskaupsstað

Íþróttamaður Þróttar NeskaupsstaðÞann 2. desember sl. var tilkynnt um kjör Íþróttamanns Þróttar Neskaupsstað fyrir árið 2018. Fimm voru tilnefnd: Ana Maria Vidal Bouza fyrir blak, Geir Sigurpáll Hlöðversson fyrir karate, Jóhanna Lind Stefánsdóttir fyrir knattspyrnu, Andri Gunnar Axelsson fyrir skíði og Hlynur Karlsson fyrir sund.
Nánar ...
14.12.2018

Íþróttafólk Reykjavíkur 2018

Íþróttafólk Reykjavíkur 2018Tilkynnt var um val á Íþróttafólki Reykjavíkur í gær. Í tilefni dagsins bauð borgarstjórinn, Dagur B. Eggertsson, til móttöku í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur. Allt frá árinu 1979 hefur stjórn Íþróttabandalags Reykjavíkur valið Íþróttamann Reykjavíkur og var þetta því í 40. sinn sem hátíðin fór fram. Í ár voru í sjötta sinn kjörin Íþróttakarl og Íþróttakona Reykjavíkur auk þess sem að Íþróttalið ársins í Reykjavík var valið.
Nánar ...