Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

7

28.04.2017

Vorfjarnámi nú lokið

Vorfjarnámi nú lokiðVorfjarnámi 1. og 2. stigs ÍSÍ í þjálfaramenntun er nú lokið. Alls luku 53 nemendur námi á stigunum tveimur að þessu sinni, þar af 38 á 1. stigi.
Nánar ...
28.04.2017

Fararstjórafundur í Györ

Fararstjórafundur í GyörÓlympíuhátíð Evrópuæskunnar verður haldin í Györ í Ungverjalandi dagana 23. - 29. júlí nk. Afar góð skráning er á hátíðina en allar Ólympíunefndir í Evrópu munu þar eiga keppendur. Alls verða þátttakendur rúmlega 3.700.
Nánar ...
27.04.2017

ÍSÍ hlýtur styrk vegna almenningsíþróttaverkefna

Hjólað í vinnuna fer fram í maí ár hvert. Almenningsíþróttasvið ÍSÍ heldur utan um verkefnið. Nú hefur ÍSÍ hlotið styrk frá Ólympíusamhjálpinni til að uppfæra vefsíðuna Hjólað í vinnuna yfir í símavæna útgáfu. Að auki fékk vefsíðan nýtt útlit og nýtt merki á árinu ásamt því að boðið var upp á að lesa inn í kerfið gögn úr Strava og Runkeeper. Nánari upplýsingar um verkefnið eru á vefsíðu Hjólað í vinnuna.
Nánar ...
25.04.2017

Heiðranir á ársþingi KKÍ

Heiðranir á ársþingi KKÍÁ nýafstöðnu ársþingi Körfuknattleikssambands Íslands voru þrír einstaklingar sæmdir heiðursviðurkenningu frá ÍSÍ fyrir þeirra góðu störf í þágu körfuknattleiksíþróttarinnar. Eyjólfur Þór Guðlaugsson stjórnarmaður KKÍ var sæmdur Gullmerki ÍSÍ. Eyjólfur hefur setið um árabil í stjórn sambandsins og sem gjaldkeri þess frá árinu 2004. Þau Rúnar Birgir Gíslason og Bryndís Gunnlaugsdóttir voru sæmd Silfurmerki ÍSÍ.
Nánar ...
25.04.2017

Hannes endurkjörinn formaður KKÍ

Hannes endurkjörinn formaður KKÍ52. Körfuknattleiksþing KKÍ fór fram í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal 22. maí sl. Hannes S. Jónsson var einn í framboði til formanns og var hann því sjálfkjörinn. Stjórn KKÍ var einnig sjálfkjörin en að þessu sinni gengu úr henni Guðjón Þorsteinsson og Bryndís Gunnlaugsdóttir. Í stað þeirra komu inn í stjórn þær Birna Lárusdóttir og Ester Alda Sæmundsdóttir.
Nánar ...
21.04.2017

Hjólað í vinnuna á næsta leiti

Hjólað í vinnuna á næsta leitiNú fer að líða að verkefninu Hjólað í vinnuna, sem Almenningsíþróttasvið ÍSÍ heldur utan um, en verkefnið fer fram dagana 3.- 23. maí . Í Morgunblaðinu í dag má sjá greinina „Hjólað í vinnuna helmingar sjúkdóma“. Þar kemur fram, samkvæmt niðurstöðum fimm ára rannsóknar sem Háskólinn í Glasgow framkvæmdi, að það að hjóla til og frá vinnu minnki hættuna á krabbameini og hjartasjúkdómum um helming. Kostur hjólreiða væri meðal annars sá að það þyrfti engan viljastyrk til að sveifla sér á bak reiðhjóli eftir að hjólreiðar væru orðnar rútína. Einnig var sýnt fram á að það að ganga frekar en ferðast með almenningssamböndum eða bíl væri betra. Á rannsóknartímanum reyndust reglubundnar hjólreiðar til og frá vinnu minnka hættuna á andláti af hvaða ástæðu sem væri um 41%, af völdum krabbameins um 45% og hjartagalla um 46%. Einnig kom í ljós að því lengra sem hjólað er því meiri heilsufarslegur ávinningur. Ganga dró líka úr líkum á hjartaveiki, en þó aðallega hjá fólki sem gekk lengra en 10 km á viku. Fjallað er um rannsóknina í nýjasta hefti breska læknaritsins British Medical Journal. Í rannsókninni tóku þátt 250 þúsund manns sem dagsdaglega ferðuðust milli heimilis og vinnu.
Nánar ...
18.04.2017

Magnús Oddsson fyrrverandi varaforseti ÍSÍ látinn

Magnús Oddsson fyrrverandi varaforseti ÍSÍ látinnMagnús Oddsson fyrrverandi varaforseti ÍSÍ og Heiðursfélagi ÍSÍ lést þann 11. apríl síðastliðinn. Magnús átti farsælan feril í starfi innan íþróttahreyfingarinnar. Hann var í stjórn Íþróttabandalags Akraness (ÍA) frá árunum 1983 til 1992, þar af sem formaður frá 1984 og var þar meðal annars í forystu um byggingu Íþróttahússins á Jaðarsbökkum. Hann var einnig Heiðursfélagi ÍA. Magnús var varaforseti Íþróttasambands Íslands frá 1992 til 1997 og Heiðursfélagi ÍSÍ.
Nánar ...
12.04.2017

Hjólað í vinnuna 3. - 23. maí

Hjólað í vinnuna 3. - 23. maíÞað er kominn tími til að fara yfir bremsurnar, gírana og dekkin. Hjólað í vinnuna 2017 er dagana 3.- 23. maí og hefst skráning þann 19. apríl. Glæsilegir vinningar frá Erninum verða dregnir út í Popplandi daglega á meðan á verkefninu stendur.
Nánar ...
10.04.2017

Frestun skila á starfsskýrslum til ÍSÍ

Frestun skila á starfsskýrslum til ÍSÍÍ ljósi þess að í ár er skýrslum skilað í gegnum nýtt kerfi og að skilafrestur lendir á páskum þá hefur verið ákveðið að lengja frestinn um einn mánuð eða til 15. maí næstkomandi.
Nánar ...
07.04.2017

Ánægja í íþróttum meðal grunnskólanema í 8.-10.bekk

Ánægja í íþróttum meðal grunnskólanema í 8.-10.bekk Rannsóknirnar Ungt fólk eru rannsóknir á högum, líðan og aðstæðum ungs fólks sem gerðar hafa verið á Íslandi reglubundið frá árinu 1992 í 5.-10. bekk í grunnskóla og öllum bekkjum í framhaldsskóla. Rannsóknirnar eru þýðisrannsóknir en í því felst að spurningalistar eru lagðir fyrir allt þýðið sem í þessu tilfelli eru allir þeir sem mættir eru í skólann í 8.-10. bekk í febrúarmánuði 2016. Um er að ræða gild svör frá rúmlega 10.500 nemendum og eru niðurstöður því mjög áreiðanlegar.​
Nánar ...
06.04.2017

Samstarf norrænna lyfjaeftirlitsnefnda

Samstarf norrænna lyfjaeftirlitsnefndaÍ byrjun apríl fékk Lyfjaeftirlitsnefnd ÍSÍ til sín í heimsókn fulltrúa frá öðrum norrænum lyfjaeftirlitum. Tilgangur heimsóknarinnar var að samræma aðgerðir lyfjaeftirlitsaðila við lyfjaeftirlit og einnig fara yfir verkferla er snúa að blóðsýnatöku. Árið 2018 verður lyfjaeftirlitum um allan heim skylt að taka blóðsýni á íþróttamönnum og var þetta liður í undirbúningi fyrir það. Samtals komu til landsins sex aðilar og tóku þeir til að mynda þátt í lyfjaeftirliti með Lyfjaeftirlitsnefnd ÍSÍ. Þetta var í fyrsta skipti sem norræn lyfjaeftirlit koma saman og standa að sameiginlegu lyfjaeftirliti og tókst það mjög vel til. Það stendur til að hafa slíkt samstarf reglulegan viðburð, enda eiga norræn lyfjaeftirlit í mjög góðu samstarfi almennt og hefur samkomulag þess efnis verið í gildi síðan árið 1994.
Nánar ...