Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
20

30.11.2016

Tölfræði WADA 2015

Tölfræði WADA 2015Nýlega gaf Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnunin (WADA) út skýrslu sem inniheldur tölfræði yfir allar lyfjaprófanir framkvæmdar samkvæmt WADA stöðlum á heimsvísu árið 2015. Þetta er í fyrsta skipti sem út kemur skýrsla um lyfjaprófanir á heimsvísu síðan nýju alþjóðalyfjareglurnar komu út í byrjun árs 2015.
Nánar ...
29.11.2016

Hálft ár í Smáþjóðaleika í San Marínó

Hálft ár í Smáþjóðaleika í San MarínóÍ dag er hálft ár þar til Smáþjóðaleikarnir í San Marínó verða settir. Leikarnir standa frá 29. maí - 3. júní 2017. Á þeim tímamótum þurfa þátttökuþjóðir að senda áætlaðan fjölda keppenda og í hvaða keppnisgreinum þeir munu taka þátt.
Nánar ...
29.11.2016

Opið fyrir umsóknir í Ferðasjóð íþróttafélaga

Búið er að opna umsóknarsvæði Ferðasjóðs íþróttafélaga. Frestur til að skila inn umsóknum vegna keppnisferða innanlands á fyrirfram ákveðin styrkhæf mót á árinu 2016 rennur út á miðnætti mánudaginn 9. janúar 2017. Öll íþrótta- og ungmennafélög innan vébanda ÍSÍ geta sótt um styrki í sjóðinn.
Nánar ...
28.11.2016

Forseti Íslands afhenti verðlaun í netratleik Forvarnardagsins

Síðast liðinn laugardag afhenti forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson sex ungmennum verðlaun í netratleik Forvarnardagsins og fór afhendingin fram að Bessastöðum. Til afhendingarinnar mættu auk verðlaunahafa og fjölskyldna þeirra fulltrúar þeirra stofnanna og félagasamtaka sem að deginum standa. Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ flutti stutt ávarp fyrirhönd heildarsamtakanna þriggja sem auk ÍSÍ eru UMFÍ og Skátarnir.
Nánar ...
28.11.2016

Nám Alþjóðaólympíunefndarinnar á netinu

Nám Alþjóðaólympíunefndarinnar á netinuEftir íþróttaferilinn stendur mikið af íþróttafólki á tímamótum. Samkvæmt Aðgerðaráætlun Alþjóðaólympíunefndarinnar 2020 (Olympic Agenda 2020) er eitt aðalmarkmið nefndarinnar að efla stuðning við íþróttafólk innan og utan íþrótta og auka möguleika þeirra á atvinnuferli eftir íþróttaferilinn.
Nánar ...
25.11.2016

Sýnum karakter á Akureyri gekk vel

Sýnum karakter á Akureyri gekk velRáðstefnan Sýnum karakter fór fram í gær, fimmtudaginn 24. nóvember, í Háskólanum á Akureyri. Ráðstefnan og verkefnið Sýnum karakter er náið samstarfsverkefni ÍSÍ og UMFÍ.
Nánar ...
24.11.2016

Dómaranámskeið FSÍ

Dómaranámskeið FSÍNámskeiðahald sérsambanda er öflugt á hverju ári. Um síðustu helgi fór fram dómaranámskeið fyrir nýja E-dómara karla hjá Fimleikasambandi Íslands (FSÍ) sem var vel sótt. 23 nýjir dómarar bættust við í flotann. Bestum árangri náðu Frosti Hlynsson og Eyþór Örn Baldursson, báðir úr Gerplu. FSÍ hefur staðið sig vel í námskeiðahaldi jafnt fyrir dómara sem þjálfara.
Nánar ...
24.11.2016

Þjálfaranámskeið á vegum STÍ

Þjálfaranámskeið á vegum STÍÁ dögunum fór fram þjálfaranámskeið á vegum STÍ og ISSF. Námskeiðinu var ætlað að auka þekkingu leiðbeinenda hjá félögum innan STÍ. Námskeiðið var fyrir bæði riffil-og skammbyssuþjálfara en hentaði einnig keppendum til að víkka skilning sinn á þessum greinum. Námskeiðið fór fram á ensku og tekið var stöðupróf í lok þess. 27 þátttakendur frá félögum innan STÍ sátu námskeiðið.
Nánar ...
22.11.2016

Minnum á bannlista WADA

Minnum á bannlista WADANú á dögunum birti Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnunin bannlista WADA 2017 og samantekt um helstu breytingar ásamt útskýringum. Á listanum má sjá hvaða efni og aðferðir eru bannaðar bæði í keppni og utan keppni og hvaða efni eru bönnuð í ákveðnum íþróttagreinum. Framkvæmdastjórn Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnunarinnar samþykkti listann 21. september sl., en hann tekur gildi 1. janúar 2017. Hér má sjá bannlistann og hér má sjá samantekt um helstu breytingar ásamt útskýringum.
Nánar ...
21.11.2016

Sýnum karakter á Akureyri

Sýnum karakter á AkureyriÍSÍ og UMFÍ standa saman að ráðstefnunni Sýnum karakter í Háskólanum á Akureyri fimmtudaginn 24. nóvember klukkan 17:15 - 19:15. Ráðstefnan er til kynningar á sameiginlegu verkefni og vefsíðu með sama heiti.
Nánar ...
18.11.2016

Sýnum karakter vefsíðan

Sýnum karakter vefsíðanÍþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) standa saman að vefsíðunni Sýnum karakter. Í dag kom inn nýr pistill á vefsíðuna eftir Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkmann í fótbolta. Pistill Hannesar ber heitið „Að snúa nánast tapaðri stöðu“ og segir í stuttu máli frá markmiðasetningu Hannesar frá því að hann spilaði í annarri deild á Íslandi og þangað til hann spilaði í 8. liða úrslitum á EM í fótbolta sl. sumar.
Nánar ...