Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

7

Íslenska landsliðið í bogfimi vann til fimm verðlauna á EM

26.02.2024

 

Íslenska landsliðið í bogfimi stóð sig vel á Evrópumeistaramótinu (EM) í bogfimi sem haldið var í Króatíu um helgina og vann til sinna fyrstu verðlauna á EM.  Liðið vann ein gullverðlaun, tvenn silfur- og tvenn bronsverðlaun. 

Svona skiptust verðlaunin:

Gull­verðlaun í ber­boga karla U21 - liðakeppni 
Auðunn Andri Jó­hann­es­son
Bald­ur Freyr Árna­son
Ragn­ar Smári Jónas­son

Silf­ur­verðlaun í ber­boga kvenna U21 - liðakeppni
Heba Ró­berts­dótt­ir
Lóa Mar­grét Hauks­dótt­ir
Maria Kozak

Bronsverðlaun í trissu­boga kvenna - liðakeppni
Anna María Al­freðsdótt­ir
Ewa Plozaj
Matt­hild­ur Magnús­dótt­ir

Silf­ur­verðlaun í ber­boga kvenna U21 - ein­stak­lingskeppni
Lóa Mar­grét Hauks­dótt­ir

Bronsverðlaun í ber­boga karla U21 - ein­stak­lingskeppni
Bald­ur Freyr Árna­son

Fleiri keppendur var nálægt því að komast á verðlaunapall og má finna nánari upplýsingar um árangur þeirra og liðsins á frétt á heimasíðu bogfimi.is.

ÍSÍ óskar keppendum og teymi íslenska liðsins innilega til lukku með fyrstu verðlaun Íslands á EM!

Mynd/bogfimi.is

Myndir með frétt