Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

22.02.2025 - 22.02.2025

Ársþing SÍL 2025

Ársþing Siglingasambands Íslands (SÍL) verður...
15

Íþróttafók ÍBR árið 2023

28.12.2023

 

Þann 13. desember sl. fór fram kjör um íþróttafólk Íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBR) en úrslitin voru tilkynnt í Ráðhúsi Reykjavíkur.  Andrea Kolbeinsdóttir, frjálsíþróttakona úr ÍR, var valin Íþróttakona Reykjavíkur en hún hafði unnið öll hlaup á árinu, sem hún hafði tekið þátt í.  Meðal hlaupa voru Laugavegshlaupið og Reykjavíkurmaraþonið.  

Haraldur Franklín Magnús, kylfingur í Golfklúbbi Reykjavíkur, var íþróttamaður Reykjavíkur en hann lék 13 mót á Áskorendamótaröð Evrópu.  Hann komst m.a. inn á lokaúrtökumót fyrir The Open, komst í lokaúrtökumót fyrir Evrópumótaröðina og vann sér inn þátttökurétt á Áskorendamótaröðina á næsta ári.  

Ísold Klara Felixdóttir, karatekvár úr Fylki, var valin íþróttakvár Reykjavíkur.  Hún er landsliðskvár í karate, fékk svarta beltið í ár og náði í bæði silfur og brons á Smáþjóðamóti Evrópu.  

Þá var Íþróttalið ársins í Reykjavík valið karlalið Víkings í knattspyrnu en Víkingar eru bæði Íslands- og bikarmeistarar árið 2023, auk þess sem liðið setti bæði stiga- og markamet í efstu deild karla í knattspyrnu.  

Á myndinni má sjá Ingvar Sverrisson, formann ÍBR, Andreu Kolbeinsdóttur, Ísold Klöru Felixdóttur, Harald Franklín og Dag B. Eggertsson, borgarstjóra við þetta tilefni. Mynd/ÍBR.

ÍSÍ óskar öllum til hamingju með árangurinn og viðurkenningarnar.