Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
6

Tvíliðaleikur karla í badminton á Evrópuleikunum 2023

26.06.2023

Í gær fór fram fjórði keppnisdagur íslenska liðsins á Evrópuleikunum. Þá kepptu þeir Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnsson í sínum fyrsta leik í riðlakeppni í tvíliðaleik karla í badminton. Þeir sýndu hörkubaráttu gegn sterku liði Hollendinga en leikurinn endaði 7-21 og 14-21. Þeir Davíð og Kristófer halda áfram keppni í dag þegar þeir mæta Dönunum Kim Astrup og Anders Skaarup Rasmussen.

Í dag fer einnig fram útsláttarkeppni í sveigboga kvenna þar sem Marín Aníta mun mæta Tsiko Putkaradze frá Georgíu í sínum fyrsta leik.

Áhugsamir geta fylgst með dagsskrá og úrslitum hér og beinu streymi frá leikunum hér.

Hér er á heimasíðu ÍSÍ eru myndir af mótinu.