Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
3

Hefur þú áhuga á Ólympíuleikunum og talar þú frönsku?

28.10.2022

Ólympíuleikarnir eru stærsta íþróttahátíð heimsbyggðarinnar og krefst þess að margir sjálfboðaliðar komi saman til þess að láta allt ganga vel fyrir sig.

Næstu Ólympíuleikar fara fram í París dagana 26. júlí til 11. ágúst árið 2024 og getur hver sem er sem verður orðinn að lágmarki 18 ára fyrir 1. janúar 2024 sótt um að verða sjálfboðaliði. Umsóknarferlið hefst í febrúar 2023 og er hægt að lesa nánar um það hér á heimasíðu leikanna.

Að vera sjálfboðaliði á Ólympíuleikunum er einstakt tækifæri fyrir áhugafólk um íþróttir til þess að upplifa þessa stærstu íþróttahátíð heimsbyggðarinnar um leið og það öðlast dýrmæta reynslu af því að starfa í krefjandi og skemmtilegu umhverfi.

Umsóknarferlið hefst í febrúar 2023 en áður en það fer formlega í gang getur Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands tilnefnt einn sjálfboðaliða sem mun fá það hlutverk að starfa í kringum íslenska liðið á Ólympíuleikunum. Tilnefna þarf viðkomandi fyrir lok nóvember 2022 og óskar ÍSÍ nú eftir umsóknum frá áhugasömum sjálfboðaliðum sem vilja vera stuðningur við íslenska liðið á Ólympíuleikunum í París. Viðkomandi þarf að tala frönsku og íslensku, vera að minnsta kosti orðinn 18 ára fyrir 1. janúar 2024 og vera með bílpróf. Þar að auki er mikilvægt að vera með góða skipulags- og samskiptahæfileika sem mun nýtast vel í þeim fjölbreyttu verkefnum sem gætu komið upp.

Áhugasömum er bent á að senda umsókn á kristino@isi.is í síðasta lagi fyrir 21. nóvember nk.