Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

12.09.2024 - 12.09.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
9

Ólympíudeginum fagnað

23.06.2021

Í dag, 23. júní, er Alþjóðlegi Ólympíudagurinn haldinn hátíðlegur um allan heim. Hann er haldinn hátíðlegur í tilefni af stofnun Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC) 23. júní 1894. Markmiðið með deginum er að hvetja fólk til að koma saman, hreyfa sig og hafa gaman og er dagurinn ætlaður öllum, óháð íþróttagetu. Kjörið er að spreyta sig á ýmiss konar íþróttum og þrautum en Ólympíudagurinn er einnig kjörinn vettvangur fyrir gildi Ólympíuhreyfingarinnar sem eru;  vinátta, virðing og að gera ávallt sitt besta.

Í ár heldur ÍSÍ upp á daginn í Hveragerði í samstarfi við Héraðssambandið Skarphéðinn og Hveragerðisbæ og er hægt að fylgjast með fjörinu í „Instastory” á Instagram aðgangi ÍSÍ (@isiiceland).